Biðlistar að myndast!

Haustönn hefst í næstu viku og það gleður okkur að fylgjast með skráningu í danshópana okkar. Margir af hópunum eru að fyllast og nú þegar hafa skapast biðlistar í nokkra hópa.
Þróunin hefur orðið sú að undanförnu að foreldrar eru ekki að taka neina áhættu og skrá börn sín strax til þess að forðast það að lenda á biðlista. Því hvetjum við foreldra í að tryggja nemendum pláss á námskeiðin hið fyrsta því við sjáum fram á að fleiri danshópar muni fyllast yfir helgina.
Það eru mikil gleðitíðindi fyrir skólann að finna fyrir þessum aukna áhuga á dansnámi hjá skólanum og enn skemmtilegra að sjá hve margir nemenda hafa skráð sig í valtímana okkar á föstudögum. Það verður mikil bæting á þessari önn hjá nemendum og verður gaman að fylgjast með þeim ná betri tökum á tækniæfingum í þeim dansstílum sem teknir eru fyrir.
Öllum fyrirspurnum beinum við á netfang skólans, dwc@worldclass.is.
Allar upplýsingar varðandi námskeiðin, Frístundastyrki og greiðslufyrirkomulag er að finna hér á heimasíðu skólans.
Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar í næstu viku 🙂