Prufur fyrir Sumardanshóp DWC!

 

Á mánudaginn í næstu viku, þann 10. apríl fara fram prufur fyrir Sumardanshóp DWC!!! Sumardanshópurinn tekur að sér öll verkefni sem berast á borðið yfir sumarið auk þess sem hann fer í dansferð til Póllands í ágúst á FAIRPLAY DANCE CAMP!

Prufurnar fara fram í SAL 4 í World Class Laugum kl. 15:30-17:30. Við hvetjum alla nemendur okkar á aldursbilinu 13-18 ára til að mæta (þeir sem eru fæddir 1999-2003). Aðeins 12 dansarar verða teknir inn.

SKRÁNING Á DWC@WORLDCLASS.IS

Við hlökkum til að sjá sem flesta spreyta sig í prufunum!