Gestavika

Þessa vikuna fer fram gestavika innan skólans en þá fá allir danshópar annan kennara en fastan kennara sinn í danstíma. Tilgangur vikunnar er að kynna nemendur fyrir enn fleiri dansstílum og öðrum kennsluaðferðum. Fjölhæfni er mikilvægur þáttur fyrir alla dansarara og er nauðsynlegt að nemendur kynnist fleiri en einni nálgun að tækniæfingum og danssporum. Kennarar skólans flytja sig um danshópa og miðla þekkingu sinni til annarra nemenda. Þetta er jákvæð þróun á starfsemi skólans og hefur ríkt mikil ánægja meðal nemenda með þetta fyrirkomulag. Það verður því gaman að fylgjast með danstímunum í þessari viku.