Danceoff dansbikar á laugardaginn

 

DanceOff dansbikarkeppnin fer fram á laugardaginn kemur, þann 1. nóvember,  í Tjarnarbíó. Keppnin er hin stærsta til þessa en 132 nemendur eru skráðir til þátttöku. 26 í einstaklingskeppni og 106 í hópakeppni eða samtals 32 hópar. Þar af leiðandi hefur keppni verið skipt upp í tvo hluta. Fyrri hluti fer fram kl.11.00 en þá fer keppni fram í aldursflokki 10-12 ára. Seinni hluti fer fram kl.14.30 og er keppt í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára.
Við hvetjum nemendur til þess að mæta með hollt og gott nesti með sér til þess að halda orkunni uppi og líkamanum í jafnvægi fyrir og eftir keppnina. Eins að mæta með vatnsbrúsa. Vatn er mikilvægt á svona degi.

MÆTING
Keppendur í fyrri hluta mæta kl.09.00 og keppendur í seinni hluta kl.12.30. Tvær klukkustundir eru áætlaðar í hvorum hluta í sameiginlega upphitun fyrir nemendur, kynna reglur til leiks og renna yfir öll keppnisatriði á svokallaðri generalprufu.

Húsið opnar hálftíma fyrir hvorn hluta, þ.e. kl.10.30 í fyrri hluta og kl.14.00 í seinni hluta.
Miðaverð er 1000 kr. og er eingöngu selt inn við hurð. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.

Verðlaunafhending fer fram beint eftir keppni í hvorum hluta fyrir sig. 90 mínútur eru áætlaðar í hvorn keppnishluta.

Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við fjölskyldur og vini til þess að mæta og njóta þess að horfa á þessar rísandi dansstjörnur sýna hæfileika sína. Það tekur kjark, vilja og elju að semja sína eigin dansrútínu og flytja fyrir áhorfendur á keppni sem þessari. Kennarar eru stoltir af sínum nemendum og við hlökkum mikið til að sjá atriði allra keppenda á laugardag.