Fyrsta opna Acro námskeið haustannar fór fram um helgina. 100 nemendur sameinuðust á æfingu í Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabæ og var frábær stemning. Acro námskeiðin eru vinsæl á meðal nemenda og þá sérstalega í yngri flokk skólans. Æfingin var leidd af Evu Dröfn Benjamínsdóttur, fyrrum landsliðskonu í hópfimleikum og kennara DWC og Sólveigu Bergsdóttur, landsliðskonu í hópfimleikum.

Æfingarnar sem voru teknar fyrir voru:
– Undirbúningur fyrir heljarstökk
– Undirbúningur fyrir flikk
– Litla heljar

Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla nemendur í að ná tökum á góðum grunni í tæknilegum æfingum til þess að geta framkvæmt „tricks“ með góðri útfærslu. „Tricks“ eru mikið notuð af dönsurum í freestyle-um en það er rosalega gott að kunna slíkar æfingar og grípa í. Námskeiðið er líka hugsað sem félagslegt og gott fyrir nemendur að hitta og vera í kringum aðra aldurshópa en sinn eigin. Þannig styrkjum við DWC samfélagið okkar og dansarar kynnast betur og styrkja tengsl sín á milli.

Nemendur stóðu sig frábærlega og eigum við von á enn meiri framförum  eftir næsta námskeið, sem fer fram eftir tvær vikur. Æfingin skapar meistarann!