Kennarar í nýju myndbandi Damien Rice


Þriðjudaginn 23. september síðast liðinn voru nokkrir af kennurum skólans ráðnir til þess að dansa í nýju myndbandi, hins ástsæla írska söngvara, Damien Rice. Lag hans “The Blower’s Daughter” hefur löngum átt miklum vinsældum að fagna og heyrist enn á öldum ljósvakans.

Ný plata er væntanleg frá honum seint í byrjun næsta árs og á umrætt myndband að fylgja einu af lögunum eftir. Myndbandið var tekið upp í Bláa Lóninu og spila dansararnir stórt hlutverk í þessu mjög listræna verkefni. Voru þeir málaðir svartir frá toppi til táar og áttu í miklum hlutverkaleik, sem þeir skiluðu í gegnum dansformið.  Damien var hæstánægður með frammistöðu þeirra og var mikið fjör á tökustað. Þeir kennarar sem dönsuðu í myndbandinu eru þær Bergdís Rún Jónasdóttir, Dóra Júlía Agnarsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Katrín Eyjólfsdóttir sem hefur einnig starfað sem kennari hjá skólanum var auk þess ráðin í verkefnið ásamt dönsurunum Ellen Margrét Bæhrenz og Þórey Birgisdóttir.

Myndbandið er væntanlegt í lok þessa árs, til stuðnings á einu af fyrstu útgefnu lögum plötunnar. Myndbandið mun birtast á heimsvísu og hlökkum við mikið til þess að sjá það birt.