Hvernig þú getur orðið hreinni dansari

Ert þú að reyna að vera hreinni dansari? Við getum hjálpað þér!

Þó svo að dans sé tjáningarform en ekki heræfing, þá skilja aðrir hreyfingarnar þínar betur ef þú ert hreinn í hreyfingum.

Að hafa góða stjórn á líkamanum hjálpar þér í að vera frjálsari í tjáningu.

Hér eru nokkur ráð í hvernig þú getur orðið hreinni dansari.

Vertu hreinni dansari með því að…

1. Styrktu líkamsvitundina

Til að vera hreinni dansari þarftu að öðlast sjálfsvitund til þess að geta búið til ,,myndir“ kóreógrafíunnar sem þú lærir.

Þú átt á öllum stundum að vita hvar hver líkamspartur er staðsettur, alla leið út í fingurgóma. Það er alltaf gott að taka skref til baka og taka eftir því hvað líkaminn þinn gerir á móti því sem þú vilt að hann geri.

Vísa tærnar inn eða út? Eru fingur saman eða í sundur ? Eru axlirnar stífar eða afslappaðar?

Horfðu vel og vandlega í spegilinn og reyndu að gera eins og kennarinn er fínstilltu þá “mynd” sem þú vilt ná fram

2. Lærðu á sjónarhornin þín

Það eru vissir líkamsvinklar og stöður sem hjálpa þér að þjálfa minni af því þau eru svo oft notuð.

Þegar þú bætir við þig tímum, sérstaklega í grunni, munu þessar stöður verða þér náttúrulegar.

Ef þú ert nýlega byrjuð/aður að dansa eru þessar æfingar að þjálfa líkaksstöðuna þáttur sem þú átt virkilega að leggja metnað í.

Til dæmis þá eru 45 gráðu og 90 gráðu horn alltaf notuð, þannig að bættu þeim í kerfið hjá þér eins fljótt og auðið er.

Þetta gefur þér tækifæri til þess að setja fókus þinn í aðra þætti dansins og þegar á að hreinsa dansinn þarf ekki að eyða jafn miklum tíma í líkamsstöður og hægt að fókusa meira á hreyfingarnar sjálfar.

3. Vöðvastjórnun

Ef að hendurnar eða aðrir líkamspartar eru máttlausir þá muntu vera óhrein/n í hreyfingum.

Notaðu vöðvana!

Hugsaðu um vöðvana sem bremsur sem gera þér kleift að stöðva hrefyingar eða frjósa skyndilega.

Frjóstu á réttu augnabliki til þess að skapa þá mynd sem þú vilt að verði eftir í hugum fólks.

Renndu í huganum yfir dansinn og berðu kennsl á þær ,,myndir” sem þú vilt leggja áherslu á. Spenntu vöðvana á þeim stöðu til þess að æfa líkamsminnið til að þær ,,myndir” verða sem skýrastar.

Því þjálfaðari sem vöðvarnir eru, því auðveldara áttu með að stjórna hreyfingunum. Svo einfalt er það!

4. Skýrðu fyrir þér ferðalag hreyfinganna

Til að vera hreinni dansari er mikilvægt að þekkja ferðalag hreyfinganna þinna.

Þegar þú leitar af leiðum á Google Maps, þá færðu upp nokkrar leiðir hvernig skal komast frá punkti A til B.

Þú kemst alltaf á leiðarenda, en leiðirnar eru SÚPER mismunandi.

Þannig þegar að þú ert að læra kóreógrafíu og þér líður eins og þú sért ekki að gera hana rétt, kíktu þá á ferðalag hreyfinganna þinna.

5. Lærðu að stjórna hraðanum

Að mastera tímasetningar mun hjálpa þér að verða hreinni dansari.

Að geta gert hreyfingu mjög hægt OG brjálæðislega hratt nýtist bara ef þú ert brjálæðislega hreinn. Ef þú getur ekki valdið hreyfingu vel á 1/10 hraða er ekki smuga að þú getur gert hana vel hratt. Þannig byrjaðu hægt fyrst.

Að dansa í gegnum kóreógrafíu mjög hægt fyrst og kortleggja hreyfingar hjálpar í að skilja hreyfingarnar og á endanum geta gert það vel í réttum hraða.

6. Þjálfun fyrir góða fótavinnu

Þegar að þú lærir kóreógrafíu skaltu reyna að ná góðu jarðsambandi svo að þú sért ekki völt/valtur í hreyfingum.

Stöðugt tré hefur stöðugar rætur, og fæturnir þínir eru þitt akkeri. Ef að þú ert óstöðugur í byrjun tíma er ólíklegt að þú náir hrefyingunum rétt.

Þjálfaðu jarðsambandið og jafnvægið til þess að bæta þig!