Dans er einn stærsti þátturinn í mínu daglega lífi

Ég hef verið að dansa í rúmlega 10 ár og get þannig sagt að meirihluti lífs míns hafi að mestu snúist um dans. Dans er líklegast stærsti þátturinn í mínu daglega lífi, þar sem ég mæti nánast daglega á dansæfingar, sem sjálf dansa, skoða dansmyndbönd á youtube auk þess að fylgjast ítrekað með mörgum erlendum dönsurum á helstu samfélagsmiðlunum.

Fyrir mér er dans ekki bara „að dansa“

Ég byrjaði mjög ung að dansa en það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég fékk þennan brennandi áhuga sem ég hef í dag. Það var þá sem ég fattaði hvað dansheimurinn var í raun og veru stór, byrjaði fyrst að fylgjast með frægu, erlendu dönsurunum og eignaðist mínar fyrstu stóru fyrirmyndir í dansinum.

Á svipuðum tíma gerði ég mér svo loksins grein fyrir því að dans snýst ekki bara um að læra rútínur og dansa sporin í gegn, það er svo miklu meira en það. Í dansi felast líka ótal hugtök sem hver annar dansari ætti að þekkja, eins og líkamsþekking,vöðvastjórnun, attitude, tjáning, presence og mindset, svo eitthvað sé nefnt.

 

Mínar helstu fyrirmyndir í dansinum

Ég hef fylgst með sjúklega mörgum og mismunandi dönsurum í gegnum tíðina og tekið mér allskonar tímabil þar sem ég tileinka mér ákveðna dansara og lít upp til þeirra. Ég man eftir því þegar ég var yngri að hafa séð dansmyndbönd af áströlskum danshöfundi sem heitir Jasmine Meakin og ég fékk algjört æði fyrir henni og eyddi öllum stundum í að læra dansana hennar af youtube. Hún var svona ein af mínum fyrstu dansfyrirmyndum. Síðastliðin ár hef ég mikið fylgst með öllum heitustu dönsurunum í LA. Núna eru helstu fyrirmyndirnar mínar flest allar dansarar og höfundar sem ég hef áður tekið danstíma hjá. Þar má nefna t.d. Antoine Troupe, Karon Lynn (sem ég hafði btw. ekki hugmynd um hver væri fyrr en núna í sumar), Brian Puspos, Tricia Miranda og margir fleiri.

 

Myndaniðurstaða fyrir antoine troupe

Dansferðirnar eru stærstu þroskaskrefin

Ég hef núna 3x farið í dansferðir erlendis og lært hjá heimsfrægum dönsurum héðan og þaðan úr heiminum. Fyrstu ferðina fór ég í árið 2014 en ég og Snædís besta vinkona mín fengum hana í fermingargjöf. Þá fórum við til Svíþjóðar í dance camp sem heitir The Hip Drop. Það var líklegast stærsta þroskaskrefið sem ég hef tekið í gegnum dansferilinn minn. Eftir þá ferð fór ég að æfa upp fyrir mig og gekk bara almennt betur í danstímum. Svo hef ég farið 2x til Krakow í Póllandi á Fair play dance camp með danshóp DWC sem hefur í bæði skiptin verið ótrúlega krefjandi og skemmtilegt! Að læra utan síns dansskóla, sinnar menningar og prófa eitthvað nýtt finnst mér mjög mikilvægt ogeitthvað sem gefur manni svo mikið boozt sem dansara. Þess vegna stefni ég klárlega á það að halda áfram að ferðast og dansa.

Haustönnin 2017

Núna í haust verða smá breytingar hjá mér, en þessa önn mun ég byrja að kenna nokkrum hópum sjálf. Önnin verður rosa busy þar sem ég verð sjálf að mæta í danstíma líka en ég hlakka ekkert smá mikið til þess, það verður bara sjúklegagaman!
– Arna Björk Þórsdóttir