Forskráning hafin!

Skráning er nú hafin á vorönn hjá skólanum en hún hefst mánudaginn 11. janúar. Vorönn spannar 12 vikur og lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok annarinnar.

Skipulag á vorönn er með öðrum hætti en á haustönn en þá er fastur kennari á hverjum danshóp allan tímann.

Valtímar eru í boði fyrir alla danshópa 10-12 ára og eldri. Þeir fara fram á föstudögum í öllum stöðvum. Við hvetjum nemendur eindregið til þess að sækja valtíma og bæta við sig þriðja danstímanum í viku. Við sáum gífurlegar framfarir hjá þeim nemendum sem sóttu valtíma á haustönn. En áhersluatriði valtíma er á tækniæfingar tengdar ákveðnum dansstílum, vöðvarstjórnun, teygjur og acro (acrobatics). Það eru fimleikafingar/trikk sem gjarnan er notað í dansrútínum í öllum dansstílum, t.d. afturábakbrú, handahlaup með og án handa og svo framvegis.

SKRÁNING
Skráning er hafin á heimasíðu skólans en beinan link er að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/
*ATH! Ekki er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu ef nýta á frístundastyrk frá sínu sveitafélagi.
Þeir sem ætla ekki að nýta frístundastyrk geta strax gengið frá skráningu í gegnum heimasíðu.
Við biðjum ykkur að passa að setja inn rétt símanúmer og netföng þegar þið gangið frá skráningu upp á upplýsingaflæði á vorönn.

JÓLATILBOÐ
Sérstakt jólatilboð gildir fram til 24. desember en með því veitist 10% afsláttur af námskeiðsverði. Við hvetjum ykkur endilega til þess að nýta ykkur það.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Til þess að nýta þér frístundastyrk frá þínu sveitafélagi þarf að koma við í næstu afgreiðslu World Class og fylla út umsóknarpappíra. Þar með ertu búin/n að tryggja þér pláss í viðkomandi danshópnum. Styrknum er síðan hægt að ráðstafa strax eftir áramót en þá opna sveitafélögin fyrir styrkveitingar fyrir árið 2016.

TAKMARKAÐ PLÁSS
Minnum á að um takmarkað pláss er að ræða í danshópana og hvetjum við ykkur til að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur lendi ekki á biðlista.

Við hlökkum til að sjá nemendur okkar aftur á vorönn 🙂