Dansprufur

Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fara fram í dag í World Class í Laugum. Prufurnar hefjast kl.13.30 en eiga nemendur sem hafa skráð sig í prufur að mæta kl.13.00. Yfir 100 nemendur hafa staðfest þátttöku sína og eru kennarar spenntir að sjá nemendur sýna sínar bestu hliðar á dansgólfinu í dag.

Dómnefnd skipa nokkrir af kennurum skólans en það eru þær:
Bergdís Rún Jónasdóttir
Jóna Kristín Benediktsdóttir
Sandra Björg Helgadóttir
Stella Rósenkranz, deildarstjóri

Áætlað er að prufum ljúki kl.16.00.

Hlökkum til að eyða deginum með glæsilegum nemendum skólans.