Dansprufur á laugardag!

Dansprufur fyrir yngri danshóp DWC fara fram á laugardaginn kemur eða þann 10. október. Danshópur DWC var stofnaður í byrjun þessa árs en þá fóru einnig fram dansprufur fyrir hópinn. Þá mættu yfir 100 nemendur í aldursflokknum 13-16 ára í dansprufur og sýndu mikla hæfileika. 11 af þeim nemendum skipuðu svo danshóp DWC og komu fram fyrir hönd skólans á ýmsum viðburðum á þessu ári.

Enginn nemandi á fast sæti í hópnum þar sem við viljum gefa öllum nemendum tækifæri á að bæta sig og eiga möguleika á að komast inn í hópinn á hverri önn. Metnaðarfullir dansarar í unglingahópum verða því valdir inn í hópinn á önninni en það eru eingöngu nemendur á aldrinum 13-16 ára. Við inntöku er horft til nemenda sem sækja vel danstíma skólans, sýna framfarir og metnað og hvetja aðra dansara áfram í sínum danshópum. Þetta eru einstaklingar sem geisla af gleði og áhuga, eru einbeittir í að bæta sig og eru gott fordæmi fyrir yngri og eldri dansara skólans.

Hlutverk danshópsins verður að koma fram fyrir hönd skólans og taka þátt í þeim verkefnum sem skólinn stendur fyrir.

Skráning er nú hafin en þú skráir þig í dansprufur með því að senda tölvupóst með fullu nafni, mynd af þér (standard prófílmynd af andliti) og þeim danshóp sem þú æfir með hjá skólanum á netfang skólans dwc@worldclass.is. Skráningu lýkur á föstudaginn kemur, í hádeginu.

Prufur fara fram í World Class í Laugum kl.13.30.

Nánari upplýsingar um prufurnar verða sendar á tölvupósti á þá þátttakendur sem skrá sig.

Hlökkum til að sjá sem flesta!