Vornámskeiði DWC er nú lokið og skólinn er kominn í formlegt sumarfrí. Engir danstímar eru á áætlun í júlí og ágúst mánuði. ‘Drop In’ tímar verða þó á sínum stað og hvetjum við nemendur til þess að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum skólans. Allar tilkynningar munu fara fram þar.
Við þökkum kærlega fyrir frábært vornámskeið og hlökkum til að byrja aftur í haust.
Við óskum öllum nemendum skólans og fjölskyldum gleðilegs sumars.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2017-06-23 10:59:242017-08-30 10:58:25Sumarfrí hjá DWC
Við erum stolt að kynna danstíma með tveimur af vinsælustu dönsurunum í Los Angeles í dag. DWC Dance Camp 2. og 3. júní í Svarta Boxinu í World Class í Kringlunni.
Fjórir 90 mínútna danstímar.
DANSTÍMAR
Tveir danstímar með Ysabelle og tveir danstímar með Robert.
Þau kenna nýja rútínu í hverjum tíma.
Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað indermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2017-05-17 12:36:202017-08-30 09:54:11Ysabelle Capitulé og Robert Green á DWC Dance Camp!