Færslur

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er kominn!

 

 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er loksins kominn í gegn!

Nú er hægt að ganga frá skráningu rafrænt og ráðstafa frístundastyrknum.

Ráðstöfun frístundastyrks: worldclass.felog.is

Ef vafi leikur á hvernig skráning fer fram, þá viljum við benda ykkur á leiðbeiningar hér:  http://dansstudioworldclass.is/greidslur/
.

Jólakort DWC

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“5555″ img_link_target=“_self“ img_size=“3352 × 1510″][vc_column_text]

Árlega Jólakortið okkar er komið út en yngri danshópur skólans tók það upp í tengslum við Jólasýninguna.

Við vonum að dansfjölskyldan njóti hátíðanna.

Jólamyndbandið má finna hér að neðan:

Gleðileg jól!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

DWC x GKR

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Dansskólinn hefur gefið út nýtt myndband með dansaranum Eydísi Jansen. Hún er 13 ára og er meðlimur og í eldri danshóp skólans.

Eydís tók þátt í DanceOff Dansbikar, danskeppni skólans, í byrjun nóvember og sigraði í einstaklingskeppni í flokki 13-15 ára. Atriðið hennar vakti mikla lukku á meðal áhorfenda sem og á samfélagsmiðlum. Hún dansaði við lagið Tala Um með tónlistarmanninum GKR. Myndband frá keppninni vakti það mikla athygli á samfélagsmiðlum að GKR hafði samband við skólann. Í framhaldinu var ráðist í upptökur og er afraksturinn að finna hér að neðan.

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video link=“https://www.youtube.com/watch?v=hQ9eaSjt6v8″][/vc_column][/vc_row]

Forskráning er hafin!

Forskráning er hafin á vorönn 2017!

Forskráningartilboð er nú í gangi fram að Þorláksmessu. Forskráningu lýkur á miðnætti þann 22. desember. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta ykkur það. Skráning fer fram á heimasíðu skólans, www.dwc.is og í öllum World Class stöðvum í s. 553 0000.

DANSHÓPAR FYLLAST
Við vekjum athygli á því að takmarkað pláss er í danshópana en við höfum takmarkað plássið enn meira frá því á haustönn. Biðlistar munu því myndast fljótt og við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur pláss í tæka tíð. Við munum ekki geta bætt við fleiri hópum þegar hóparnir fyllast.

VORÖNN
Vorönn er byggð á lotukerfinu en það eru þrjár lotur. Lota 1 er 4 vikur, Lota 2 er 6 vikur og Lota 3 er 2 vikur. Nemendasýning skólans fer fram í Borgarleikhhúsinu dagana 18. og 21. mars. Danshópum verður skipt niður á sýningardaga og munum við tilkynna skiptinguna í byrjun febrúar.

Skipulag er með sama hætti og á haustönn, hver danshópur fær nýjan danskennara í hverri lotu.

NÝTT! Valtímar í Acro 
Nú býðst nemendum sem sækja valtíma, þ.e. þriðja tímann á viku, að fara tvisvar sinnum yfir önnina á Acro námskeið. Þeir tímar fara fram í Fimleikadeild Stjörnunnar í Garðabænum. Við erum að vinna að samstarfi við öll önnur fimleikafélög og verður boðið upp á fasta Acro tíma í töflu á Vornámskeiði í apríl.

FRÍSTUNDASTYRKIR
Við erum aðilar að frístundastyrkjum og er hægt að greiða fyrir námskeiðið með því að ráðstafa því. Hægt er að greiða með styrknum fyrir árið 2016, ef þið eigið hann ennþá inni. Þið gangið frá skráningunni í gegnum neðangreinda slóð:
https://worldclass.felog.is/

Ef þið lendið í vandræðum þá er leiðbeiningar að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/greidslur/

STYRKUR 2017
Styrkur 2017 verður ekki virkur fyrr en eftir áramót. Ef foreldrar vilja ekki bíða með skráningu fram yfir áramótin þurfa þau að fylla út blað sem er í fylgiskjali og senda það með tölvupósti til okkar eða koma með það í afgreiðslu Laugar.

Eftir áramót höfum við samband við foreldra til að minna á að rástaða styrknum. Því er nauðsynlegt er að á blaðinu komi fram netfang og símanúmer.

Hlökkum til að hitta alla nemendur skólans á sunnudaginn í Gamla Bíó. Vonums til þess að sjá sem allra flesta.

Sjáumst þá 🙂

Jólatónleikar DWC

Við erum spennt að halda okkar fyrstu tónleika, sunnudaginn 18. desember, með GKR, Glowie og Emmsjé Gauta.Tónleikarnir fara fram í Gamla Bíó kl.14.00-16.00 og eru allir velkomnir. Tónleikarnir eru fyrir nemendur DWC og alla vini þeirra og dansunnendur.

Við erum stolt af því að hafa fengið nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins til liðs við okkur og hlökkum til að hitta dansfjölskylduna okkar einu sinni enn fyrir jólin. GKR er í miklu uppáhaldi hjá unglingadeild skólans alveg eins og Glowie hjá yngri deildinni. Vinsældir Emmsjé Gauta eru rosalegar um þessar mundir og því er ljóst að það verður góð stemning á sunnudaginn!

Aðrar uppákomur eru:
– Merch sölubás – Emmsjé Gauti
– ‘Mitt Andlit’ sölubás – tilboðsverð 3.900 kr.
– DWC Merch Gjafaleikur – munum gefa nokkrar DWC peysur
– Photo Booth myndaleikur

FRUMSÝNING
Við munum einnig frumsýna nýtt jólamyndband með yngri danshóp skólans.

Miðaverð 2000 kr.
Greitt in við hurð!

Hér er að finna beinan link á viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1837092363247039/

Jólasýningin komin á YouTube

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“5392″ img_link_target=“_self“ img_size=“1928×607″][vc_column_text]

Jólasýningin okkar er nú komin á YouTube rás skólans. Rásin heitir dansstudiowc, en atriðin er hægt að finna beint með því að skrá inn leitarorðin: „Jólasýning 2016“.

Atriði frá danshópum á öllum þremur sýningunum er þar að finna og hvetjum við ykkur eindregið til þess að finna ykkar atriði.

Ljósmyndir frá sýningunni er einnig að finna hér á heimasíðunni og á Facebook.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Jólasýningin gekk vonum framar!

[vc_row][vc_column][vc_column_text] [/vc_column_text][vc_single_image image=“4830″ img_link_target=“_self“ img_size=“2000×700″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

Jólasýning dansskólans fór fram síðast liðinn laugardag við frábærar undirtektir.

Nemendur dönsuðu sig inn í hjarta áhorfenda og má með sanni segja að gleðin hafi náð hámarki.

Sýningin heppnaðist vonum framar, foreldrar gengu út með brosið út að eyrum og lýstu yfir mikilli ánægju að sýningu lokinni.

Við viljum þakka nemendum okkar kærlega fyrir frábæran dag og sömuleiðis berum við bestu þakkir til starfsfólks Austurbæjar, tæknimanna og allra vina og vandamanna sem lögðu sitt fram við að gera sýninguna að því sem hún var.

Myndir og myndbönd eru væntanleg von bráðar inn á Facebook og Youtube síður skólans, endilega fylgist með!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Besta DANCEOFF til þessa!

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

DANCEOFF dansbikarkeppni fór frábærlega fram í fjórða skipti 12. nóvember síðastliðinn. Keppnin er sú besta til þessa. Alls tóku 80 nemendur þátt og fór hún fram í Austurbæ við Snorrabraut.Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að koma fram með sinn eigin dansstíl.Það er greinilegt hvað nemendur haf náð miklum árangri á þessari önn. Það er einnig ótrúlega gaman að sjá hvernig nemendur hafa þroskað sem dansarar.Keppnin skiptist í einstaklings- og hópakeppni og var hörð keppni í öllum aldursflokkum. Mikil spenna ríkti hjá nemendum, stemmingin í salnum var gríðarleg og tóku áhorfendur vel undir. Dómnefnd skipuðu þær Kara Hergils, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Eva Drön Benjamínsdóttir. Þær áttu fullt í fangi með að velja úrslit keppninnar, það sem fjölbreytileikinn var mikill. En það er einmitt það sem skólinn leggur áherslu á.Það er virkilega gaman að vera vitni að því að það sé að skila sér.

[/vc_column_text][vc_column_text]

Úrslit keppninnar er eftirfarandi:

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

7-9 ára einstaklings

1. Linda Ýr

2. Kolbrún Arna

3. Katla Bríet

7-9 ára hópar

1. Sigrún Briem og Vala Sigurðardóttir

2. Demantar

3. Class nine

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

10-12 ára einstaklings

1. Embla María Jóhannesdóttir

2. Kristjana Rakel Eyþórsdóttir

3. Sigrún Tinna Atladóttir

10-12 ára hópar

1. US

2. Black&White

3. Skeletons

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

13-15 ára einstaklings

1. Eydís Jansen

2. Brynja Anderiman

3. Rachel O’Hare

13-15 ára hópar

1. KK Sisters

2. ME CREW

16 plús einstaklings

1. Rakel Guðjónsdóttir

2. Rakel Heiðarsdóttir

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4816,4815,4814,4813,4808,4809,4810,4811,4812,4807,4806,4805,4804,4803,4798,4799,4800,4801,4802,4797,4796,4795,4794,4793,4788,4789,4790,4791,4792,4787,4786,4785″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“MYNDIR FRÁ KEPPNINNI“][/vc_column][/vc_row]

JÓLASÝNING 3. DESEMBER!

Jólasýning dansskólans er árleg nemendasýning sem fer fram í byrjun desember á ári hverju. Jólasýningin í ár fer fram í Austurbæ, laugardaginn 3. desember næst komandi. Allir danshópar skólans koma fram og sýna afrakstur haustannar. Skólinn tók sinn stærsta vaxtarkipp til þessa í upphafi haustannar en skráðir nemendur í skólanum eru nú orðnir 700 talsins. Það þýðir að við erum orðinn lang stærsti dansskólinn á höfuðborgarsvæðinu í dag og erum við afar ánægð með þann árangur.

Uppskeran á undanförnum misserum hefur verið langt fram úr okkar björtustu vonum og efnilegir og upprennandi dansarar skólans eru að blómstra í sínum danshópum.

ÞRJÁR SÝNINGAR
Þar sem nemendafjöldinn er orðinn svona mikill þá verður sýningin þrískipt í ár. Er það í fyrsta skipti sem svo er en jafnframt spennandi. Eingöngu tvær stöðvar sameinast á hverri sýningu og er skipulagið eftirfarandi:

SÝNING 1
Egilshöll og Mosfellsbær
kl.11.30

SÝNING 2
Smáralind og Ögurhvarf
kl.14.15

SÝNING 3
Laugar og Seltjarnarnes
kl.17.00

Nánara skipulag hefur nú þegar verið gefið út til foreldra og nemenda.

Hlökkum til að hringja inn enn ein jólin í Austurbæ með dansfjölskyldunni okkar!

DANCEOFF Í DAG!

DANCEOFF Dansbikar fer fram í fjórða skipti í ár og nú í Austurbæ. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum ekki í Tjarnarbíó en það er einungis vegna þess að keppnin er orðin of stór fyrir það frábæra húnsæði. Dansfjölskyldan okkar þekkir þó Austurbæ vel og verður gaman að eyða deginum þar.

Keppnin hefst kl.13.30 og er áætlað að spanni tvær klukkustundir.

Keppendur mæta á svæðið kl.10.30 og hefst generalprufa kl.11.00.

HÚSIÐ OPNAR
Húsið opnar stundvíslega kl.13.00 og hafa þá áhorfendur hálftíma til þess að koma sér fyrir.

MIÐASALA
Miðsala fer fram á midi.is en miðaverð er 1000 kr. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Kaupa þarf svokallaða 0 kr. miða fyrir börn 12 ára og yngri í gegnum midi.is. Það birtist felligluggi þegar smellt hefur verið á ‘Kaupa Miða’ og þar er hægt að velja tegund miða. Þetta er eingöngu gert til þess að við getum áætlað fjöldann í salnum.

Beinan link á miðasölu er að finna hér:
https://midi.is/atburdir/1/9843/DANCEOFF_Dansbikar_2016

Hlökkum til að sjá ykkur!