Sumarnámskeið DWC hefst 25. maí. Námskeiðið spannar 6 vikur en nemendur geta valið að taka heilt eða hálft námskeið. Við veitum þann möguleika svo það sé hægt að æfa dans án þess að raska plönum fjölskyldunnar um sumarfrí.

Heilt námskeið
25. maí – 3. júlí
6 vikur, tveir danstímar á viku

Hálft námskeið
Val um að taka annað hvort fyrri hluta eða seinni hluta námskeiðs
Námskeið 1 – 25. maí – 12. júní
Námskeið 2 – 15. júní – 3. júlí
3 vikur, tveir danstímar á viku

Stundaskrá er hægt að finna hér á heimasíðunni okkar með öllum tímum.

Skráning
Skráning hefst 15. maí á heimasíðu okkar dwc.is.

Getum ekki beðið eftir að byrja að dansa aftur og hitta alla dansarana okkar.