Við viljum byrja á því að lýsa yfir ánægju okkar með alla þá sem mættu í dansprufur hjá okkur á miðvikudaginn síðastliðinn fyrir Show Case. Það þarf hugrekki og dugnað til að mæta í svona prufur. Stemningin var æðisleg og gaman að finna fyrir samstöðunni á milli nemenda. Þið sem eruð með okkur á snapchat vitið örugglega hvað við erum að meina, fólk hefur haft orð á því að hafa fengið stemninguna beint í æð heim í stofu.

Það er ofboðslega gaman að sjá hversu áhugasamir nemendurnir okkar eru og hversu margir komu að spreyta sig í prufunum en alls 92 nemendur mættu til leiks.

Show Case er nýr liður innan skólans og er hugsaður til að veita öllum nemendum skólans tækifæri til að koma fram. Það skiptir okkur máli að áhugasamir og duglegir nemendur fái viðurkenningu og það séu ekki alltaf sömu nemendurnir og meðlimir í danshóp DWC sem fái tækifærin.

Þátttakendur í fyrsta Show Case DWC eru eftirfarandi:

Kara Hergils

Alexandra Magnúsdóttir

Brynja Anderiman

Emilíana Ösp Brjánsdóttir

Hildigunnur Ýr Johnson

Rakel Guðjónsdóttir

Unnur Ósk Rúnarsdóttir

Nancy Pantanzis

Arna Björk Þórsdóttir

Andrea Rut Friðriksdóttir

Dagný Guðmundsdóttir

Guðný Björg Hallgrímsdóttir

Hjördís Júlía Magnúsdóttir

Karen Sif Kamgan

Rachel O’Hare

Rakel Heiðarsdóttir

Snædís Sól Harðardóttir

Rakel Kristinsdóttir

Brynja Kristinsdóttir

Eydís Jansen

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir

Ingibjörg Elise Sigvartsen

Íris Anna Kjartansdóttir

Kristín Böðvarsdóttir

María Höskuldsdóttir

Stella Rósenkranz

Embla María Jóhannsdóttir

Iðunn Ingvarsdóttir

Ísabella Rós Magnúsdóttir

Ísak Leó Freyson

Glódís Gabríella

Kjartan Þórir Birgisson

Kristín María Hauksdóttir

Kristjana Rakel Eyþórsdóttir

Ríkey Eiðsdóttir

Ronja Ísabel Arngrímsdóttir

Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir

Silja Björk Heimisdóttir

Sóley Bára Þórunnardóttir

Sóley Jóhannesdóttir

Thelma Sif Sölvadóttir

Það er ekki hægt að taka alla inn að þessu sinni. Þessir nemendur uppfylltu þær kröfur sem danshöfundar voru búin að setja á sín verk. Það væri óskastaða að taka alla inn en það er því miður ekki hægt. Við vonum þó að þetta hafi verið áægjuleg reynsla fyrir alla sem mættu.

Skipulag á æfingum verður sent út á morgun, miðvikudag. En við gerum ráð fyrir að æfingar hefjist um helgina.