Jæja, þá er sá tími kominn sem við erum búin að vera að bíða eftir. Samkomubanni hefur verið komið á vegna Covid-19 og þar af leiðandi þurfum við að fresta nemendasýningunni okkar.

Henni er frestað en ekki aflýst og mun hún fara fram helgina 6. og 7.júní í Borgarleikhúsinu (laugardagur og sunnudagur).

Keyptir miðar

Varðandi keypta miða á sýninguna næstu helgi þá gilda þeir á sýninguna í júní. Sömu miðar, sömu sæti.

Sýningin

Nemendur eru búnir að leggja hart að sér og við erum með svo hrikalega flotta sýningu í höndunum. Kennarar hafa verið að ræða það sín á milli hvað gæði atriðanna eru mikil. Nemendur búnir að taka svo miklum framförum og bætt sig mikið. Jólasýningin var stórkostleg en vá hvað atriðin sem kennarar og nemendur hafa kokkað upp saman eru mögnuð!!!
Atriðin fá bara að meltast lengur hjá nemendum úr því sem komið er og verða enn öflugri og samstilltari í júní.

Æfingar á vorönn

Í ljósi þess að fréttirnar voru að berast þá er í mörg horn að líta hjá okkur varðandi áframhald á vorönn og æfingum næstu 3 vikurnar. Þetta snýst allt saman um að tryggja öryggi nemenda. Við eigum von á að æfingar fari áfram fram samkvæmt stundaskrá en munum leggjast yfir þetta í dag og á morgun og sendum út tilkynningu frá okkur á sunnudag.
Vonum að allir hafi það gott og farið varlega!
Heilan umfram allt annað næstu vikur.
Við bíðum spennt eftir sýningunni í júní 🙂