JÓLASÝNING 3. DESEMBER

Jólasýning skólans verður haldin sunnudaginn 3. desember í Fylkishöllinni, Árbæ.

Allir nemendur skólans sýna atriði sem þau æfa upp með kennara sínum í síðustu lotu annarinnar.

Allir nemendur sýna í DWC stuttermabol en kennarar koma með boli í tíma í vikunni til að máta við nemendur svo að allir fái bol sem þeim líður vel með.

Bolurinn kostar 2.000 kr og greiða þarf kennara í tíma í vikunni. Bolurinn er að sjálfsögðu eign nemenda að sýningu lokinni.

Vegna fjölda nemenda verður stöðvunum skipt á tvær sýningar.

SÝNING 1

Egilshöll, Laugar og Seltjarnarnes.

Krakkarnir mæta kl 10:00 og generalprufa hefst kl 10:15.

Sýningin hefst kl 12:30 – 13:30

SÝNING 2

Mosfellsbær, Smáralind og Ögurhvarf.

Krakkarnir mæta kl 13:45 og generalprufa hefst kl 14:00.

Sýniningin hefst kl 16:00 – 17:00

 

Miðasala hefst miðvikudaginn 1.nóvember á www.tix.is. Miðaverð eru 1200 kr en frítt er fyrir alla 12 ára og yngri.