Brian ættu allir dansarar að þekkja úr Mos Wanted Crew en í þeim hóp voru með honum bæði Ian Eastwood og Lando Wilkins. Þeir eru báðir þekktir dansarar frá Bandaríkjunum.

Ef þið þekkið hann ekki úr Mos Wanted þá gætuð þið hafa séð hann í sjónvarpsþáttunum America’s Best Dance Crew eða ef þið hafið fylgst með World Of Dance viðburðinum þá hefur hann komið oft fram þar. Hann hefur unnið með og kóreógrafað tónlistarmyndbönd fyrir listamenn á borð við Justin Bieber og Chris Brown.

Brian er mjög virtur kennari og leiðbeinandi og kennir á öllum stærstu dans workshops/camps um allan heim, hann er t.d. fastagestur á FairPlay Dance Camp en hann hefur kennt þar frá upphafi. Brian Puspos hefur verið valinn danshöfundur ársins af World of Dance auk þess að vinna til fjölda annarra viðurkenninga.

Það sem kannski ekki allir vita er að Brian er líka tónlistarmaður og hefur gefið út tvær R&B plötur, Slow Love and Barginin’ og Sweet 290. Hann er einmitt á tónleikaferðalegi núna samhliða því að ferðast og kenna dans.

Brian er svona maður sem can do it all og hann á mega flotta fatalínu sem heitir Vanguard. Þið getið tékkað á henni með því að smella á nafnið. Þetta er súper cool fatalína sem kemur ekkert á óvart því Brian hefur gott auga fyrir tísku og er það stórt áhugamál hjá honum.

Það skemmtilegasta við tímana hans Brian:

 1. Þú hlærð allan tímann

  Hann er sjúklega fyndinn og þú munt hlæja allan tímann. Sama þó þú haldir að þú náir að halda cool-inu þá er það ekki sjéns, þú átt bara eftir að hlæja fullt, gott að sætta sig bara við það strax 🙂

 2. Hann hlær meira en þú

  Það besta við það er að honum finnst hann sjálfur svo fyndinn að hann hlær allan tímann líka.

 3. Hann twerk-ar lágmkark 5 x í tímanum

  Hann dýrkar að hrista rassinn og það er ógeðslega fyndið þegar hann gerir þetta!

 4. Hann syngur

  Hann sönglar lagið sem hann er að kenna við allan tímann án þess að fatta það. Hann er eins og versti söngfugl, syngur alla takta og allan texta.

 5. Svo fattar hann það og byrjar þá að vanda sig

  Það er best þegar hann fattar að hann er að syngja og allir eru að hlusta. Þá byrjar hann að vanda sig geðveikt mikið. LOL!

 6. Hann gerir mikið grín af sjálfum sér, þá sérstaklega fyrir að vera asísk steríótýpa

  Hann djókar stundum með það að geta séð illa af því hann er með „asian eyes“. Hann gerir mjög mikið grín af sjálfum sér. Mjög fyndið!

 7. Hann er með ruglað góðan skilning á musicality (tónnæmi)

  Rútínurnar hans eru bara eins og eitt musciality festival. Hann tekur allar nótur, öll slög, melódíur, ALLT! í laginu og er með move á hverjum takti/slagi/blæbrigði. Það er klikkað að horfa á þetta!

 8. Þú ferð út úr tímanum með eitt stórt bros!

  Já, það er bara þannig! Þú átt eftir að brosa allan hringinn. Hann er svo skemmtilegur 🙂