Samkvæmt tilmælum frá sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þá gerum við hlé á allri danskennslu til og með 19. október. Við þurfum öll að sýna samfélagslega ábyrgð og því leggjum við niður kennslu frá og með deginum í dag. Engin kennsla fer því fram í dag, fimmtudaginn 8. október.

 

Íþróttafélög hafa haldið úti æfingum hingað til en nú er verið að loka íþróttamannvirkjum í Reykjavíkurborg og við ætlum að sjálfsögðu að fylgja með í þessum aðgerðum. Nemendur eru að koma saman í danstímum úr ýmsum skólum og blandast saman í danshópa í öllum stöðvum. Tilmæli sóttvarnarlæknis snúast einmitt um þetta, þ.e. að börn geti sótt skóla áfram en fyrirbyggja að börn úr mismunandi skólum blandist saman í íþróttum. Með því að stöðva kennslu erum við að taka þátt í að minnka áhættuna. 

 

Við tökum einn dag í einu og munum fylgjast með framgangi mála. Við munum vera samstíga íþróttahreyfingunni í næstu skrefum og munum vera í góðu sambandi við foreldra á póstlista. 

 

Við viljum ekki að dansinn stöðvist þó að við hittumst ekki í danssal og munum leggjast yfir það í dag hvernig við getum hagað dansinum heima fyrir. Við finnum einhverja frábæra lausn á því. Þið munið því eiga von á að heyra frá okkur um helgina. Sendum út tölvupóst á alla skráða nemendur á sunnudaginn, 11. október.

 

Þetta eru sérstakir tímar en við erum öll saman í þessu. Hugum að andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan. Förum varlega, virðum sóttvarnarrelgur og munum að halda í gleðina. 

 

Verðum í góðu bandi við ykkur 🙂 

 

Eigið yndislegan dag.