Dansarar skólans tóku yfir Áramótaskaupið

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að glæsilegir dansarar skólans tóku yfir sjónvarpsskjáinn í lok Áramótaskaupsins í síðustu viku. Mikil leynd ríkti yfir verkefninu eins og gefur að skilja og þurftu nemendur að sitja á sér og deila engum fregnum af verkefninu fram til áramóta. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, sá um útfærslu atriðisins í samráði við Silju Hauksdóttur, leikstjóra, auk annarra starfsmanna sem komu að verkefninu á vegum Ríkisútvarpsins. Hinn sívinsæli Unnsteinn Manuel sá um söng á einu vinsælasta lagi ársins 2014, lagið Happy með tónlistarmanninum Pharrell Williams. Þó almenningur virðist hafa mismunandi skoðanir á ágæti Skaupsins í ár þá eru allir þó sammála um að lokaatriðið hafi verið hið glæsilegasta. Mikið umfang var í kringum verkefnið og var tökudagur hinn skemmtilegasti. Fleiri þekktir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt í verkefninu og má þar nefna Ólaf Arnalds, sem skein skært í hlutverki Justin Timberlake, og tónlistarhópurinn Reykjavíkurdætur.

Þetta var æðislega skemmtilegt verkefni sem var unnið í samstarfi við frábært listrænt teymi á vegum Ríkisútvarpsins. Við erum hrikalega stolt af nemendum okkar!

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir á bak við tjöldin við upptökur á atriðinu.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2866,2867,2868,2869,2870,2871,2872,2873,2877,2878,2879,2880,2882,2883,2884,2885,2886,2887″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Upptökur á lokaatriði Áramótaskaupsins“][/vc_column][/vc_row]