Þá fer að koma að einum skemmtilegasta degi ársins og spennan stigmagnast hjá dönsurunum okkar. Nemendasýning DWC fer fram miðvikudaginn 6. apríl á stóra sviði Borgarleikhússins. Allir nemendur skólans koma fram og sýna atriði með sínum danshóp. Tvær sýningar fara fram yfir daginn og sýna allir danshópar á báðum sýningum. Sýningin er 70 mínútur að lengd. Við erum með algjörlega frábæra sýningu í höndunum og hlökkum til að vera með ykkur í leikhúsinu.

Sýning 1 kl.16.30
Sýning 2 kl.18.15

Skipulag
Generalprufa (æfing á sviði) fer fram fyrr um daginn og er mætingu dansaranna okkar skipt niður eftir aldurshópum:

Generalprufa
*13-15 ára hópar og 14-18 ára Advanced mæta kl.13.25
*10-12 ára hópar mæta kl.14.10
*7-9 ára mópar mæta kl.15.00

Nemendur mæta og hitta kennara sinn í Borgarleikhúsinu. Gengið er inn bakdyramegin, upp stigann sem snýr að Kringlumýrarbraut. Nemendur fá stuttermabol afhentan við mætingu í leikhúsið og stíga á svið á æfingum til þess að staðsetja atriðið sitt og fá tilfinningu fyrir sviðinu. Foreldrar skila nemendur eftir hjá kennara og sækja þá þegar seinni sýningu lýkur kl.20.00.

Miðasala
Miðasala er hafin á heimasíðu Borgarleikhússins og á tix.is.

Beinir linkar hér að neðan:
https://tix.is/is/event/12923/nemendasyning-dansstudio-world-class/

https://www.borgarleikhus.is/syningar/dwc-nemendasyning

Eigið frábæran dag.

Hlýjar kveðjur,

DWC