Dansprufur fara fram um helgina fyrir Show Case danshóp. Þetta er samstarfsverkefni með Hámark og kemur hópurinn fram  á jólasýningu skólans, laugardaginn 30. nóvember. Verkefnið veitir nemendum tækifæri á að taka þátt í að koma fram með öðrum hóp en þeim sem þeir æfa með innan skólans. Auk þess að taka þátt í öðrum verkefnum á vegum DWC.

Um prufurnar
Dansprufur fara fram á laugardaginn, 26. október, kl.14.15-15.30 í World Class Smáralind. Prufurnar eru ætlaðar aldurshóp 11-16 ára. Hópurinn verður tvískiptur í eldri og yngri, þ.e. 11-12 ára og 13-16 ára.

Skráning
Skráning í prufurnar fer fram á tölvupósti. Senda þarf tölvupóst á netfangið, dwc@worldclass.is með fullu nafni, fæðingarári og þeim danshóp sem æft er með hjá DWC.

Skráðir nemendur
Þeir nemendur sem ætla að mæta í prufur þurfa að mæta með portfolio með sér. Þ.e. útprentað A4 blað með mynd af sér ásamt fullu nafni, kennitölu og tilgreina þann danshóp sem æft er með og í hvaða stöð.

Hlökkum til að sjá alla nemendur spreyta sig í prufunum.