Núna eru skemmtilegasti tími ársins loksins að ganga í garð. Jólasýning DWC fer fram laugardaginn 1.desember í Kaplakrika, FH, í Hafnarfirði. Er þetta annað árið í röð þar sem jólasýning skólans fer fram í Kaplakrika en frábær stemning myndaðist um síðustu jól. Allir danshópar eru nú á fullu í undirbúningi fyrir sýninguna en tvær sýningar fara fram þennan dag.

Sýningar
Danshópum er skipt niður a sýningar eftir þeim stöðvum sem þær æfa í.
Sýning 1 – allir nemendur í Laugum, Mosfellsbæ og Selfossi – sýning kl.14.00
Sýning 2 – allir nemendur í Egilshöll, Seltjarnarnesi, Smáralind og Ögurhvarfi – sýning kl.17.00

MIÐASALA
Miðasala fer fram í gegnum tix.is en hún hefst á mánudaginn, 12.nóvember. Þið finnið viðburðinn undir jólasýning DWC.

Hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn 🙂