Nemendasýning 25. mars

Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju og er dagsetningin miðvikudagurinn 25. mars.  Í ár er uppsetningin byggð á ævintýrum Simba í Lion King. Sýningin spannar allt frá grimmum hýenum til gleðidansa Tímon og Púmba. Mikið er lagt upp úr upplifun áhorfenda og sjónarspili leikhússins.

Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

Kennarar hafa strax hafist handa við undirbúning á sýningunni og erum við spennt að hefja æfingar með nemendum þegar líður á önnina.