Þá er loksins komið að því að við getum byrjað að dansa  aftur! 

Uppbótartímar vegna vorannar í tengslum við Covid-19 hefjast í næstu viku. Fyrstu tímar fara fram þriðjudaginn 25. ágúst. Tímabilið sem uppbótartímar spanna eru þrjár vikur eða 25. ágúst – 11. september. Allir tímar fara fram á sama tíma og á vorönn hjá öllum hópum en hægt að skoða stundaskrá, linkur að neðan, þetta er stundaskrá fyrir haustönn en tímarnir eru á nákvæmlega sömu tímum og á vorönn 2020.
http://www.dansstudioworldclass.is/stundaskra/

Mánudags og miðvikudagshópar
Þeir nemendur sem æfa á mánudögum og miðvikudögum mæta í sinn fyrsta tíma miðvikudaginn 26. ágúst. Síðasti danstími hjá þessum hópum fyrir Covid-19 fór fram á mánudegi og eiga þessir hópar því 5 tíma eftir eða 2,5 viku.

Þriðjudags og fimmtudagshópar
Þeir nemendur sem æfa á þriðjudögum og fimmtudögum mæta í sinn fyrsta tíma þriðjudaginn 25. ágúst. Þessir hópar eiga 6 tíma eftir eða heilar 3 vikur.

Nemendasýning fellur niður
Við erum miður okkar að tilkynna að nemendasýning mun ekki fara fram dagana 12.-13. september eins og stóð til. Þetta er aftur í tengslum við Covid-19, það þarf að sýna fulla nærgætni og Borgarleikhúsið eru því enn lokuð. Það er leiðinlegt að þetta sé raunin en svona eru aðstæðurnar í dag. Kennarar eru samt sem áður mjög spennir að hitta nemendur aftur og við höldum okkar striki og fögnum því að dansa aftur saman. Þetta er góð upphitun fyrir haustönn.

Afhending  á stuttermabolum
Allir nemendur frá stuttermaboli sem ætlaðir voru fyrir nemendasýningu í fyrsta tíma í næstu  viku. Kennarar  afhenda sínum hópum bolina.

Endurgreiðsla á keyptum miðum vegna nemendasýningar
Borgarleikhúsið hefur gengið frá rafrænni endurgreiðslu á öllum keyptum miðum á sýninguna. Það tekur 2-3 virka daga fyrir greiðsluna að berast inn á kreditkort.

Haustönn 2020
Haustönn hefst formlega mánudaginn 14. september og er skráning hafin á heimasíðu skólans, dwc.is. Frístundastyrkir gilda líkt og alltaf. Haustönn spannar 12 vikur, tímabilið 14. september – 4. desember. Önninni  lýkur með árlegri jólasýningu í Silfurbergi í Hörpu.

Skráning
Beinan link skráningarsíðu er að finna hér:

https://worldclass.is/dwc/

Hlökkum til að hitta alla dansarana okkar aftur í næstu viku 🙂