Danstímar haldast óbreyttir í vikunni. Samkvæmt reglum frá sóttvarnarlækni þá ná fjöldatakmarkanir ekki yfir börn fædd árið 2005 og síðar. Allir danstímar fara því fram samkvæmt stundaskrá fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Danstímar fyrir danshópa 16 plús & 18 plús munu einnig fara fram. Við náum að mæta kröfum um 2ja metra reglu og 20 manna samkomubann í þeim hópum. Við tökum því fagnandi að geta haldið áfram að dansa með dönsurunum okkar.

Við munum gera aðrar ráðstafanir, ef svo fer að reglur verða hertar enn frekar á meðan á haustönn stendur og ekki mögulegt að halda úti danstímum. Við sendum út tilkynningu ef að því kemur.

Þangað til, þá hlökkum við til að hitta alla dansarana okkar í vikunni. Við hvetjum alla til þess að fara varlega í þessari seinni bylgju af Covid og að hver og einn passi sig.

Sjáumst í tímum!