UPPHITUN Á SÍNUM STAÐ Í KVÖLD

Upphitun fyrir vorönn verður haldin í kvöld á milli 18:45 – 20:15 í World Class Laugum, sal 4. Stella Rósenkranz og Rakel Kristins kenna. Frítt inn og allir velkomnir!

SKILABOÐ FRÁ VEÐURSTOFU ÍSLANDS

DWC hefur ráðfært sig við Veðurstofu Íslands vegna stormviðvörðunnar, sem fullvissar okkur um að ekkert hættuástand ríkir í kvöld. Rigning og rok verður í minna mæli en á aðfaranótt þriðjudags sl.

Valið er auðvitað ykkar, en við vonumst til að sjá sem flesta. Við biðjum þá alla um að keyra varlega og sýna aðgát í umferðinni.