Það gleður okkur að tilkynna að skráning er hafin á haustönn 2022. Önnin hefst mánudaginn 12. september og spannar 12 vikur. Haustönn lýkur með nemendasýningu í Hörpu laugardaginn 3. desember. Þá koma allir danshópar fram og sýna afrakstur annarinnar.

Það er gleðiefni að við höfum tekið upp nýtt kerfi, Sportabler, sem allir ættu að þekkja. Þetta auðveldar skráningarferlið og allir þekkja umhverfið.

Við hlökkum til að hitta alla dansarana okkar eftir langt sumarfrí í september. Kennarar setja markmiðið hátt og eru spenntir að halda áfram þeirri uppbyggingu sem lagt var grunn að í vor.