Nú er það ljóst að enn verður gert hlé á danskennslu hjá dansskólanum næstu tvær vikurnar. 
Nýjar og hertar reglur frá heilbrigðisráðherra gilda til þriðjudagsins 17. nóvember.
 
Uppbótarvikur
Við munum bæta upp þá danstíma sem dansararnir okkar eru að missa úr á þessu tímabili, dagana 2.-17. nóvember. 
Uppbótarvikur eru tvær og þær munu bætast aftan við önnina sem átti að ljúka 3. desember. Að auki bætist einn tími til viðbótar hjá öllum hópum á höfuðborgarsvæðinu svo þetta eru tvær og hálf vika sem bætast við og haustönn lýkur formlega þriðjudaginn 22. desember á höfuðborgarsvæðinuTvær vikur bætast við á haustönn hjá danshópum á Selfossi og haustönn þar lýkur fimmtudaginn 17. desember.

Netþjálfun
Þó svo að uppbótarvikur munu bætast aftan við önnina vegna hertra aðgerða næstu tvær vikur, þá munum við samt halda áfram með netþjálfun í þennan tíma (2.-17. nóvember). Þannig höldum við áfram að þjónusta alla dansarana okkar og þeir geta haldið áfram að dansa heima í stofu, þar til æfingar hefjast aftur í danssal. Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga að halda í rútínu á þessum óvenjulegu tímum. Netþjálfunin hefur gengið frábærlega hingað til og við hlökkum til að sjá áframhaldandi framfarir heima fyrir. Við höldum áfram að senda ykkur link á danstíma á tölvupósti og kennarar eru spenntir að sjá fleiri myndbönd af dönsurunum okkar.

Við trúum því og treystum að með þessu samstillta samfélagslega átaki muni okkur takast að kveða niður áhætturnar í tengslum við Covid-19. Vonandi bera hertar aðgerðir tilskyldan árangur og við getum hist í danssal að nýju. Kennarar munu taka fagnandi á móti dönsurunum okkar, með risastóru brosi, um leið og það er leyfilegt.

Með von um að þið og ykkar fjölskylda hafi það gott og haldi góðri heilsu. Rafrænt risa knús á alla dansarana okkar sem við söknum innilega.

Hlýjar kveðjur til ykkar allra,
DWC