Nú er það ljóst að nýjustu samkomutakmarkanir heimila ekki íþróttastarf hjá börnum fæddum 2015 og fyrr. Það þýðir að hlé verður gert á danskennslu hjá öllum danshópum frá og með morgudeginum eða fimmtudeginum 25. mars.

Allar dansæfingar fara fram í dag, miðvikudag, og kennarar taka vel á móti nemendum í tímum dagsins.

Sýning

Nemendasýning fer ekki fram laugardaginn 10. apríl eins og til stóð.

Við munum leggjast betur yfir skipulagið og verðum í sambandi með frekari fréttir á næstu dögum.

Förum varlega og pössum upp á sóttvarnir.