Æðislegur dagur að baki með nemendum okkar á jólasýningu í Hörpu. Við erum í skýjunum með dansarana okkar, þvílíkar stjörnur. Það var svo gaman að upplifa spenninginn yfir því að fá að stíga á svið eftir tveggja ára pásu. Frammistaða allra hópa var engu lík og gleðin í fyrirrúmi allan daginn. Takk fyrir stórkostlegan dag og fyrir frábæra stemningu í salnum á báðum sýningum.

Hér er að finna fyrstu myndir frá sýningunni. Fleiri myndir eru væntanlegar í vikunni.