Mikil eftirspurn hefur verið eftir DWC peysum og það gleður okkur að peysurnar eru nú komnar í sölu. Við erum ánægð að geta orðið við eftirspurninni en þó aðeins í takmarkaðan tíma. Hægt verður að panta peysur út fimmtudaginn 21. nóvember.
Pöntun
Leggja þarf inn pöntun fyrir miðnætti, fimmtudaginn kemur eða 21. nóvember. Ástæðan er sú að þá náum við að framleiða peysurnar og afhenda þær á jólasýningunni í Hörpu. Þæginlegt fyrir alla að þurfa ekki að gera sér ferð að sækja þær seinna til okkar.
 
Tveir litir eru í boði:
-Svört Crew Neck Peysa
-Grá Crew Neck Peysa
Stærðir
Stærðartafla fylgir hér með og er einföld og þæginleg. Nemendur eru nýbúnir að máta boli hjá okkur fyrir sýninguna og er gott að miða sig við það. Bolirnir og peysurnar eru sömu stærðir. Mælum samt með að mæla börnin ykkar frá öxl í öxl og niður frá hálsmáli ef þið eruð óviss. Vert er að taka fram að small barna og medium barna eru mjög litlar stærðir og henta aðeins á minni nemendur í 7-9 ára.
Peysurnar koma í barnastærðum sem hentar flestum í 7-9 ára og 10-12 ára hópum.
Barnastærðir: Small Barna, Medium Barna og Large Barna
Fullorðinsstærðir: Small, Medium, Large, XL
Hvernig panta ég
Ef þú hefur áhuga á að panta peysu þá endilega hafðu samband við okkkur á netfang skólans, dwc@worldclass.is.