VILTU TAKA DANSINN Á NÆSTA LEVEL?
Lokað námskeið fyrir dansara DWC sem vilja ná lengra.

12 vikna námskeið með mismunandi kennurum þar sem farið er ítarlega í grunnþjálfun, tækni og framkvæmd í hinum ýmsu stílum.

Þetta er dansprógram fyrir alla dansara 13-19 ára (fæðingarár 2013-2005) og er lokaður hópur. Dansarar þurfa að mæta í dansprufur til þess að eiga möguleika á að taka þátt í prógraminu.

HVAÐ ER NEXT LEVEL?
Nýtt dansprógram sem hófst í janúar á þessu ári. Þá voru teknir inn 30 ástríðufullir dansarar sem allir bættu sig rosalega á önninni. Tóku þátt í nokkrum stórum verkefnum og fóru í dansferð erlendis í sumar.
 
NEXT LEVEL er dansprógram þar sem valdir dansarar munu æfa á hærra level-i en áður hefur verið boðið upp á hjá skólanum. Við erum spennt að halda áfram að bjóða upp á þetta prógram.
FYRIR HVERN ER PRÓGRAMIÐ?
Fyrir alla hæfileikaríku og ástríðufullu dansarana okkar sem vilja ná enn meiri árangri og ætla sér lengra. Þetta er mjög krefjandi dansnám og við biðlum til allra dansaranna að mæta af fullum krafti inn í prógram-ið og öll tilbúin í alls konar áskoranir.
KENNSLA
Kennsla fer fram alla föstudaga í 12 vikur kl.17.00-19.00 í World Class Smáralind.
HÓPURINN
Valið er inn í hópinn og þeir dansarar sem komast inn munu æfa stíft með mismunandi kennurum.
Það sem er tekið fyrir í prógram-inu er eftirfarandi:
– Break Dans
– House
– Popping
– Contemporary
– Performance tímar með áherslu á alignment
– Industry tíma með kóreógrafíum fyrir svið
– Freestyle tímar þar sem unnið er með mismunandi viðfangsefni í að bæta freestyle
Hópurinn fer í verkefni sem sýningarhópur, sýnir sér atriði á nemendasýningu, fer í video tökur og myndatöku.

MARKMIÐ
Við viljum ná því besta fram í dönsurunum okkar og leggjum mikið uppúr því að þessi hópur dansara komist í betri skilning á ýmsri dansfærni á borð við performance, pick-up, úthald, dýnamík, tónnæmi og persónulegan stíl svo eitthvað sé nefnt.

KENNARAR
Mismunandi kennarar kenna á námskeiðinu. Allt saman reynslumiklir dansarar í í danssenunni hér á landi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir dansarana okkar til þess að taka dansinn skrefinu lengra og upplifa hvernig umhverfið er erlendis með því að taka svona krefjandi tíma.. Kennarar munu byggja tímana upp af sinni reynslu og færa það nær dönsurunum okkar. Meiri agi, meiri kröfur og erfiðari danstímar.

TÍMASETNING
Námskeiðið fer fram alla föstudaga, tveir klukkutímar í senn.
kl.17.00-19.00

KENNSLUSTAÐUR
Kennsla fer fram í World Class Smáralind

DANSPRUFUR
Dansarar sækja um að taka þátt í prógraminu með því að taka þátt í dansprufum sem fara fram föstudaginn 12. september. Prufur fara fram kl.16.30-18.30. Það er sér valið inn í þennan hóp og er valið alfarið í höndum kennara. Stella Rósenkranz sér um prufurnar og hún mun eingöngu velja þá dansara inn í prógramið sem hún telur hafa þann grunn og þá færni sem til þarf til þess að vaxa á tímabilinu og ná árangri.

VERÐ
59.990 kr.
Það er hægt að ráðstafa frístundastyrk upp í námskeiðið.

SKRÁNING
Þetta er lokað námskeið og því er ekki opið fyrir skráningu sem stendur. Þeir dansarar sem komast inn í prógramið verða forskráðir af kennara í kerfið og póstur verður síðan sendur á foreldra og forráðamenn sem geta gengið frá skráningunni í framhaldinu.

Á DÖFINNI :  DWC NEXT LEVEL HÓPUR
Það sem er á döfinni fyrir hópinn.

  • Sýningarhópur sem mun taka þátt í verkefnum á vegum skólans
  • Upptökur á video
  • Myndatökur
  • Sér sýningaratriði á jólasýningu skólans
  • Fleira er á planinu og verður staðfest síðar í september