Dansprufur fyrir yngri Show Case hóp fóru frábærlega fram og viljum við óska öllum til hamingju með sína frammistöðu. Stútfullur hópur af hæfileikaríkum dönsurum og er auðveldlega hægt að fullyrða að þetta var erfitt val. Hópurinn sem er tekinn inn núna hefur aldrei verið stærri eða samsettur af 17 dönsurum. Það gefur til kynna hversu erfitt var að velja úr þessum frábæra hóp þar sem upphaflega stóð til að taka aðeins 12 dansara inn.

Því miður er ekki hægt að hleypa öllum að þó svo að það væri að sjálfsögðu óskastaða.

Þeir nemendur sem komust inn í hópinn að þessu sinni náðu kóreógrafíunni og settu sinn stíl og persónuleika á túlkun sína. Það var það sem var leitast eftir í þetta skiptið og var tekið fram í upphafi dansprufanna.

Þeir nemendur sem ekki komust inn að sinni voru margir hverjir mjög nálægt því að komast inn og virkilega gaman að sjá hvað margir af dönsurunum hafa náð miklum árangri á milli dansprufanna sem fóru fram núna og þeim sem fóru fram fyrir jólasýninguna í haust. Því miður þarf að draga línuna einhvers staðar og við hvetjum alla þá flottu dansara sem ekki komust inn í þetta skiptið að halda áfram að æfa sig og ná þannig árangri.

Þeir nemendur sem komust inn í þetta skiptið og taka þátt í Show Case atriði á nemendasýningu eru:

Andrea Líf Ívarsdóttir

Edda Sóldís Hjaltadóttir

Embla María Jóhannesdóttir

Guðrún Jane Gunnarsdóttir

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir

Iðunn Ingvarsdóttir

Kaja Sól Lárudóttir

Katrín Emma Óskarsdóttir

Kolfinna Björt Þórðardóttir

Kristín María Hauksdóttir

Kristjana Rakel Eyþórsdóttir

Lovísa Una Bryngeirsdóttir

Margrét Dýrley Guðmundsdóttir

Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir

Snædís Lilja Pétursdóttir

Sóley Bára Þórunnardóttir

Sóley Jóhannesdóttir

Telma Sif Sölvadóttir

Til allra sem mættu í prufurnar, til hamingju með ykkur.

Við erum stolt af ykkur 🙂