Sýning á morgun!

Aladdín danssýningin okkar, fyrsti dagur, fer fram á morgun í Borgarleikhúsinu. Fram koma nemendur í danshóp í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi.

Tvær sýningar fara fram, fyrri kl.13.00 og seinni kl.14.30.
Sýningartími er 60 mínútur.

MÆTING
Nemendur eiga að mæta kl.10.20 og hefst generalprufa kl.10.50. Foreldrar skilja nemendur eftir í leikhúsinu hjá danskennurum og sækja þá svo í lok seinni sýningar eða kl.16.00. Mæta þarf baka til eða á þeirri hlið leikhússins er snýr á móti Vinnumálastofnun, gengið er upp lítinn stiga, þar taka kennarar á móti ykkur.

MÆTA Í BÚNINGUM
Nemendur mæta tilbúnir í búningum og með þá hárgreiðslu sem kennari hefur óskað eftir.

NESTI
Við minnum á mikilvægi hollrar og góðrar næringar og hvetjum alla nemendur til þess að mæta með nesti með sér. Vatnsbrúsi er líka nauðsynlegur á svona degi.

MIÐASALA ER ENN Í GANGI
Miðasala er enn í gangi á tix.is.

 

Sjáumst í Borgarleikhúsinu á morgun!