Sumarskóli.
klukkustundir á dag
Dansstúdíó World Class stendur fyrir sumarnámskeiðum í sumar. Í boði verða hálfs dags námskeið. Kennsla fer fram í World Class Vatnsmýri alla mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum fer kennsla fram í World Class Laugum og endar hver vika á sundferð í Laugardalslaugina.
FYRIRKOMULAG
Mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar í World Class Vatnsmýri
Föstudagar í World Class Laugum
LENGD Á NÁMSKEIÐI
Dansarar geta skráð sig í tvær eða fjórar vikur í senn.
Námskeiðið er í boði alla virka daga, mánudaga til föstudaga.
Fjórar klukkustundir á dag á milli kl.08.30-12.30.
NÁMSKEIÐ
Vika 1 & 2: 10. júní – 20. júní (2 vikur : 8 dagar)
*frídagar mánudaginn 9. júní og þriðjudaginn 17. júní
Very: 39.990 kr.
Vika 3 & 4: 23. júní – 4. júlí (2 vikur : 10 dagar)
Very: 43.990 kr.
Vika 1-4: 10. júní – 4. júlí (4 vikur : 18 dagar)
Very: 79.990 kr.
UPPBYGGING
Hver vika er byggð upp á mismunandi hátt. Byggt er á svipuðum grunn en engin vika er eins.
Farið verður í:
– Grunnþjálfun í ýmsum dansstílum
– Víkka orðaforða nemenda í grunnsporum
– Efla sjálfstraust og færni nemenda í að nálgast freestyle
– Byggja upp hraða í að pikka upp kóreógrafíur
– Rík áhersla lögð á teygjur og liðleika á námskeiðinu
-Grunnþjálfun fer fram í ýmsum stílum, þ.á.m. Hip Hop, House, Lite Feet ásamt fleiri stílum.
-Kenndar verða commercial kóreógrafíur með ýmsum áhrifum frá mismunandi dansstílum. Kóreógrafíur verða fjölbreyttar til þess að stækka hreyfiorðaforða dansaranna okkar.
STYRKUR
Styrktartímar í WorldFit 2x í viku með WorldFit þjálfurum.
Það gleður okkur að hafa fengið þjálfara WorldFit til liðs við okkur. Vöðvastjórnun er mikilvægur þáttur í dansinum. Styrkur og snerpa geta skilið góðan dansara frá frábærum dansara. Styrktarþjálfun kemur því sterk inn í prógram-ið og munu dansarar fara 2x í viku, alla þriðjudaga og fimmtudaga, í styrktartíma hjá WorldFit þjálfara í WorldFit salnum í Vatnsmýrinni.
TEYGJUR OG LIÐLEIKI
Allir morgnar í Sumarskólanum hefjast á teygju- og liðleika tíma.
VIDEO UPPTÖKUR
Alla föstudaga fara nemendur í Sumarskólanum í tökur á dans video sem verður birt á samfélagsmiðlum skólans. Það er okkur hjartans mál að undirbúa dansarana okkar vel fyrir verkefni með framkomuþjálfun og æfa þannig upp sjálfsöryggi og hæfni í að vera fyrir framan myndavélina.
SUND
Allir föstudagar enda með sundferð í Laugardalslaugina. Þannig lokum við hverri dansviku og förum fersk inn í helgina.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING
Endilega hafðu samband á dwc@worldclass.is fyrir nánari upplýsingar