D DEILD
7-9 ára danshópar falla undir D deild sem er almenn deild skólans.
Nemendur æfa 2x í viku. Samtals 24 klst á vorönn 2023.

SKIPULAG
Nemendur fá fastan danskennara sem kynnir þá fyrir mismunandi dansstílum. Kennarar leggja áherslu á þjálfun í grunnsporum í hverjum stíl sem þeir setja síðan saman í kóreógrafíu.

ÁHERSLUR

Dansskólinn leggur mikið upp úr því að allir dansararnir okkar njóti sín í danssalnum. Vellíðan skiptir öllu máli í að ná árangri og að allir dansarar finnist þeir vera öruggir í danssalnum.

  • Danssalurinn er öruggt umhverfi til tilrauna og þjálfunar þar sem dansararnir okkar geta vaxið.
  • Kennarar styrkja nemendur bæða tæknilega og andlega.
  • Jákvæð uppbygging og sjálfsstyrking í tímum.
  • Dans er bæði líkamleg þjálfun og andleg örvun.
  • Hjá DWC er lögð jöfn áhersla á báða þætti.
  • Við deilum ástríðu á dansinum sem skapar þessa orku sem við erum þekkt fyrir.

KENNSLUSTAÐIR
Egilshöll,  Laugar, Mosfellsbær, Selfoss, Seltjarnarnes og Ögurhvarf

LENGD DANSTÍMA
60 mínútur

LENGD NÁMSKEIÐS
12 vikur (9. janúar – 30. mars).

VERÐ
D deild : 49.990 kr.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið og stundaskrá er að finna á heimasíðu dansskólans, www.dwc.is.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Við erum aðilar að frístundastyrkjum og hægt að nýta þá á öll námskeið.