Vorsýningin okkar fer fram laugardaginn 25.mars næst komandi í Borgarleikhúsinu.
Allir danshópar eru á fullu að undirbúa atriðin sín og mikil tilhlökkun hjá nemendum.
Tvær sýningar fara fram yfir daginn og munu allir dansarar koma fram á báðum sýningum.
Sýning 1 kl.12.15
Sýning 2 kl.14.15
Sýningin er 75 mínútur að lengd.
Þetta er svo frábær og skemmtilegur dagur og gaman að sjá alla nemendur skína á stóra sviðinu í leikhúsinu. Eins og alltaf þá fara æfingar fram á sviði snemma morguns eða svokölluð generalprufa. Allir dansarar mæta þá í hús og æfa atriðin á sviðinu með kennurum sínum. Við röðum dönsurum niður eftir aldri, fáum elstu nemendur fyrst í hús og þá yngstu síðast.

GENERALPRUFA
Generalprufa hefst snemma um morguninn. Almenn generalprufa hefst kl.09.00. Dansarar í Show Case hóp eiga æfingu á sviði áður en almenn generalprufa hefst.

MÆTING
13-15 ára hópar mæta kl.08.45
10-12 ára hópar mæta kl.09.30
7-9 ára hópar mæta kl.10.15
Show Case mæta kl.08.00

AÐKOMA Í LEIKHÚSIÐ
Nemendur mæta inn um bak inngang leikhússins (backstage). Sá inngangur snýr í átt að Kringlumýrarbraut. Aðal inngangur leikhússins snýr beint á móti Verzlunarskóla Íslands, ef miðað er við að standa þar fyrir framan þá er bak inngangurinn á vinstri hlið hússins. Bara svona ef einhver er óviss. Foreldrar skilja dansarana sína eftir í leikhúsinu hjá kennurum sem taka á móti þeim þar. Foreldrar sækja síðan dansarana eftir að seinni sýningu lýkur um kl.15.30.