DWC INTENSIVE

4 vikna námskeið
Hafdís Eyja er í stuttu stoppi á landinu og verður með Intensive Workshop.
Alla föstudaga í World Class Smáralind
1x í viku í 2 klst
Markmið námskeiðsins er að brjóta upp þægindarammann og prófa nýjar leiðir.
Uppbygging á námskeiði:
– Hreyfingar og kóreógrafíur með megináherslu innan hip hop dansstílsins en með innblæstri úr öðrum dansstílum svo sem litefeet og house.
– Hröð yfirferð á kóreógrafíu
– Auka skilning á áherslum, stoppum og flæði í danshreyfingum og dansrútínum.
– Unnið út frá þyngdarstaðsetningu til þess að ná betri tökum á dansi.
– Áhersla á tónnæmi og hvernig við nýtum tónlistina til þess að hjálpa okkur að skilja hvernig við sjálf viljum framkvæma dans og kóreógrafíu.
– Mikið unnið út frá grunnsporum og hreyfingum sem hjálpa okkur að skilja hvernig við beitum okkur í dansi og hjálpa okkur einnig að skapa nýjar hreyfingar innan dansins.

KENNSLUSTAÐIR
Smáralind

LENGD DANSTÍMA
2 klst í hvert skipti

LENGD NÁMSKEIÐS
4 vikur (3. febrúar – 24. febrúar)

TÍMASETNING
kl.16.30-18.30

VERÐ
14.990 kr.

ALDURSTAKMARK
13 ára

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið og stundaskrá er að finna á heimasíðu dansskólans, www.dwc.is.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Ekki er hægt að nýta frístundastyrk þar sem námskeiðið nær ekki 10 vikum að lengd sem er lágmark fyrir nýtingu á styrknum.

UM HAFDÍSI EYJU

  • Hafdís Eyja er atvinnudansari. Hún byrjaði sem nemandi hjá DWC árið 2013 og byrjaði svo að kenna hjá skólanum haustið 2019. Hún kenndi hjá skólanum 2019-2021.
  • Haustið 2021 flutti hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði dansnám hjá Copenhagen Dance Space. Þar lærði hún hjá fullt af kennurum allastaðar að úr heiminum mest megnis á commercial og choreography sviði. Utan dansskólans sótti hún marga viðburði sem byggðu á freestyle og tilheyrðu hiphop senunni.
  • Vorið 2022 flutti hún til Amsterdam þar sem hún býr núna. Þar hefur hún verið að vinna með þekktum dönsurum í dansheiminum, Kenzo Alvares og Lolu Beckers.
  • Síðasta árið hef hún ferðast út um allt í Evrópu til þess að efla og dýpka þekkingu sína á dansi. Hún hefur verið mikið í París þar sem freestyle senan er einna stærst, Berlín og London svo fátt sé nefnt. Það er mikið um að vera í Evrópu.
  • Framtíðarsýnin er að túra og vinna með allskyns listamönnum og vera sjálf að kenna og skapa út um allan heimi. Næsta sem tekur við hjá Hafdísi í er danssýning með dansaranum og danshöfundinum Amari Monster. Hún verður í Perú og byggir mest á hiphop, dancehall og afro danstílunum.