Besta DANCEOFF til þessa!

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

DANCEOFF dansbikarkeppni fór frábærlega fram í fjórða skipti 12. nóvember síðastliðinn. Keppnin er sú besta til þessa. Alls tóku 80 nemendur þátt og fór hún fram í Austurbæ við Snorrabraut.Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að koma fram með sinn eigin dansstíl.Það er greinilegt hvað nemendur haf náð miklum árangri á þessari önn. Það er einnig ótrúlega gaman að sjá hvernig nemendur hafa þroskað sem dansarar.Keppnin skiptist í einstaklings- og hópakeppni og var hörð keppni í öllum aldursflokkum. Mikil spenna ríkti hjá nemendum, stemmingin í salnum var gríðarleg og tóku áhorfendur vel undir. Dómnefnd skipuðu þær Kara Hergils, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Eva Drön Benjamínsdóttir. Þær áttu fullt í fangi með að velja úrslit keppninnar, það sem fjölbreytileikinn var mikill. En það er einmitt það sem skólinn leggur áherslu á.Það er virkilega gaman að vera vitni að því að það sé að skila sér.

[/vc_column_text][vc_column_text]

Úrslit keppninnar er eftirfarandi:

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

7-9 ára einstaklings

1. Linda Ýr

2. Kolbrún Arna

3. Katla Bríet

7-9 ára hópar

1. Sigrún Briem og Vala Sigurðardóttir

2. Demantar

3. Class nine

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

10-12 ára einstaklings

1. Embla María Jóhannesdóttir

2. Kristjana Rakel Eyþórsdóttir

3. Sigrún Tinna Atladóttir

10-12 ára hópar

1. US

2. Black&White

3. Skeletons

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

13-15 ára einstaklings

1. Eydís Jansen

2. Brynja Anderiman

3. Rachel O’Hare

13-15 ára hópar

1. KK Sisters

2. ME CREW

16 plús einstaklings

1. Rakel Guðjónsdóttir

2. Rakel Heiðarsdóttir

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4816,4815,4814,4813,4808,4809,4810,4811,4812,4807,4806,4805,4804,4803,4798,4799,4800,4801,4802,4797,4796,4795,4794,4793,4788,4789,4790,4791,4792,4787,4786,4785″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“MYNDIR FRÁ KEPPNINNI“][/vc_column][/vc_row]

JÓLASÝNING 3. DESEMBER!

Jólasýning dansskólans er árleg nemendasýning sem fer fram í byrjun desember á ári hverju. Jólasýningin í ár fer fram í Austurbæ, laugardaginn 3. desember næst komandi. Allir danshópar skólans koma fram og sýna afrakstur haustannar. Skólinn tók sinn stærsta vaxtarkipp til þessa í upphafi haustannar en skráðir nemendur í skólanum eru nú orðnir 700 talsins. Það þýðir að við erum orðinn lang stærsti dansskólinn á höfuðborgarsvæðinu í dag og erum við afar ánægð með þann árangur.

Uppskeran á undanförnum misserum hefur verið langt fram úr okkar björtustu vonum og efnilegir og upprennandi dansarar skólans eru að blómstra í sínum danshópum.

ÞRJÁR SÝNINGAR
Þar sem nemendafjöldinn er orðinn svona mikill þá verður sýningin þrískipt í ár. Er það í fyrsta skipti sem svo er en jafnframt spennandi. Eingöngu tvær stöðvar sameinast á hverri sýningu og er skipulagið eftirfarandi:

SÝNING 1
Egilshöll og Mosfellsbær
kl.11.30

SÝNING 2
Smáralind og Ögurhvarf
kl.14.15

SÝNING 3
Laugar og Seltjarnarnes
kl.17.00

Nánara skipulag hefur nú þegar verið gefið út til foreldra og nemenda.

Hlökkum til að hringja inn enn ein jólin í Austurbæ með dansfjölskyldunni okkar!

DANCEOFF Í DAG!

DANCEOFF Dansbikar fer fram í fjórða skipti í ár og nú í Austurbæ. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum ekki í Tjarnarbíó en það er einungis vegna þess að keppnin er orðin of stór fyrir það frábæra húnsæði. Dansfjölskyldan okkar þekkir þó Austurbæ vel og verður gaman að eyða deginum þar.

Keppnin hefst kl.13.30 og er áætlað að spanni tvær klukkustundir.

Keppendur mæta á svæðið kl.10.30 og hefst generalprufa kl.11.00.

HÚSIÐ OPNAR
Húsið opnar stundvíslega kl.13.00 og hafa þá áhorfendur hálftíma til þess að koma sér fyrir.

MIÐASALA
Miðsala fer fram á midi.is en miðaverð er 1000 kr. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Kaupa þarf svokallaða 0 kr. miða fyrir börn 12 ára og yngri í gegnum midi.is. Það birtist felligluggi þegar smellt hefur verið á ‘Kaupa Miða’ og þar er hægt að velja tegund miða. Þetta er eingöngu gert til þess að við getum áætlað fjöldann í salnum.

Beinan link á miðasölu er að finna hér:
https://midi.is/atburdir/1/9843/DANCEOFF_Dansbikar_2016

Hlökkum til að sjá ykkur!

DANCEOFF Dansbikar á laugardaginn!


Danceoff dansbikarkeppni skólans fer fram laugardaginn 12. nóvember í Austurbæ, við Snorrabraut. Keppni hefst kl.13.30 og kostar 1000 kr. inn. Frítt er inn fyrir börn, 12 ára og yngri.
MIÐASALA
Miðasala fer fram á midi.is og hefst hún seinni partinn í dag, mánudag. Kaupa þarf 0 kr. miða fyrir 12. ára og yngri er það gert til þess að áætla fjöldann í húsinu. Þó það sé frítt inn fyrir 12. ára og yngri þá biðjum við fólk eingöngu að kaupa þann miðafjölda sem er nauðsynlegur.

TÓNLIST

Tónlist þarf að skila inn á .mp3 formi á netfangið dwc@worldclass.is, í síðasta lagi á miðvikudaginn, 9. nóvember. Það er síðasti dagur til að skila inn tónlist. Hún þarf að vera klippt og í í réttri lengd, innan tímamarka sem gefin eru upp hér að ofan. Dansskólinn tekur ekki að sér að klippa tónlist fyrir keppendur.

KEPPNISDAGURINN
Áætlað er að nemendur mæti kl.10.30 og generalprufa hefjist kl.11.00 þann 12. nóvember.

Nánari upplýsingar um keppnina verða sendar út í lok vikunnar.