Súperdansarar hefst í dag!

SÚPERDANSARAR dansprógramið okkar hefst í dag!

Ókeypis prufutími en aldurstakmark er 13. ára.

Prógramið er ætlað þeim nemendum sem vilja bæta sig enn frekar og ætla sér að ná árangri með því að sækja fleiri danstíma og læra fleiri dansstíla.

Natasha byrjar námskeiðið á því að kenna break í dag.

Tíminn er kl.13.00-14.00 og fer fram í Laugum.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Biðlistar að myndast!

Haustönn hefst í næstu viku og það gleður okkur að fylgjast með skráningu í danshópana okkar. Margir af hópunum eru að fyllast og nú þegar hafa skapast biðlistar í nokkra hópa.
Þróunin hefur orðið sú að undanförnu að foreldrar eru ekki að taka neina áhættu og skrá börn sín strax til þess að forðast það að lenda á biðlista. Því hvetjum við foreldra í að tryggja nemendum pláss á námskeiðin hið fyrsta því við sjáum fram á að fleiri danshópar muni fyllast yfir helgina.
Það eru mikil gleðitíðindi fyrir skólann að finna fyrir þessum aukna áhuga á dansnámi hjá skólanum og enn skemmtilegra að sjá hve margir nemenda hafa skráð sig í valtímana okkar á föstudögum. Það verður mikil bæting á þessari önn hjá nemendum og verður gaman að fylgjast með þeim ná betri tökum á tækniæfingum í þeim dansstílum sem teknir eru fyrir.
Öllum fyrirspurnum beinum við á netfang skólans, dwc@worldclass.is.
Allar upplýsingar varðandi námskeiðin, Frístundastyrki og greiðslufyrirkomulag er að finna hér á heimasíðu skólans.
Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar í næstu viku 🙂

SÚPERDANSARAR

Súperdansarar er nýtt dansprógram sem er ætlað þeim nemendum sem ætla sér langt og vilja verða fjölhæfari dansarar!

Þetta eru vikulegir danstímar með gestakennurum sem sérhæfa sig í öðrum dansstílum en þeim föstu danstímum sem kenndir eru samkvæmt stundaskrá skólans. Þeir dansstílar sem teknir eru fyrir eru bæði klassískir og street dansstílar.

Dansstílarnir eru:

Ballet
Break
Locking
Nútímadans
Popping
Samkvæmisdans

Hver gestakennari kemur í tvær vikur í senn og tekur fyrir grunnspor og tækni í hverjum dansstíl fyrir sig. Kennarinn mun síðan binda danssporin og æfingarnar saman í dansrútínu fyrir nemendur.

Hér gefst nemendum tækifæri á að kynnast nýjum dansstílum og dansæfingum. Mikil áhersla er lögð á ítarlega kennslu og góð samskipti milli kennara og nemenda. Lagt verður upp úr því að nemendur séu duglegir að spyrja í tímum í þeim tilgangi að skilja hvern dansstíl sem best og ná góðum tökum á þeim æfingum sem eru lagðar fyrir hverju sinni.

Aldurstakmark í dansprógramið er bundið við 13. ára aldur.

Kennarar:

Ásgeir Helgi
Dansari í Íslenska Dansflokknum og Reykjavík Dance Company
Nútímadans

Jóna Kristín Benediktsdóttir
Margfaldur meistari í samkvæmisdönsum
Samkvæmisdans

Katrín Eyjólfsdóttir
Listdansari
Ballet

Natasha Monay Royal
Frumkvöðull í íslenskri street danssenu
Break og Popping

Ragna Þyrí
Street dansari
Locking