Jólakort 2014

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Kæra dansfjölskylda, við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ykkur fyrir frábært dansár og hlökkum til að dansa okkur inn í nýtt ár með ykkur á vorönn 2015.

Allir danshópar fóru í hina árlegu jólamyndatöku síðastu helgina í nóvember. Þó svo að það hafi vantað nokkra nemendur í öllum hópum þá var æðislega gaman eins og sést greinilega á myndunum. Myndir af 16 plús hópum í Laugum og Egilshöll sem og 20 plús hóp í Laugum voru ekki teknar vegna anna nemenda í prófum. Við munum þó svo sannarlega reyna að ná þeim nemendum saman við tækifæri í eina góða mynd.

Myndir voru teknar af hinum frábærlega hæfileikaríka Snorra Björnssyni / snorribjorns.is.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2826,2828,2829,2830,2831,2832,2833,2834,2835,2836,2837,2838,2839,2840,2841,2842,2843,2827″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2014″][/vc_column][/vc_row]

Jólasýning vakti mikla lukku

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning dansskólans fór fram við frábærar undirtektir á sunnudaginn síðast liðinn.  500 nemendur stunda dansnám hjá skólanum og steig stór hluti þeirra á svið í Austurbæ á sunnudaginn var. Óvissa var með veðurfar en dansfjölskyldan lét það ekki hafa áhrif á sig og var frábær mæting á báðar sýningar skólans. Nemendur dönsuðu sig inn í hjarta áhorfenda og það má með sanni segja að þau hafi dansað inn jólin!

Sýningin snerti við mörgum og rákust kennarar á þó nokkra foreldra sem voru með tárin í augunum að sýningu lokinni. Jólaandinn, kærleikurinn og gleðin ríkti í húsinu og fóru allir sáttir úr Austurbæ. Við viljum þakka nemendum okkar kærlega fyrir yndislegan dag. Sömuleiðis berum við bestu þakkir til starfsfólks Austurbæjar, tæknimanna og allra vina og vandamanna sem lögðu sitt fram við að gera sýninguna að því sem hún var.

Hér má sjá fyrstu myndir frá sýningunni en fleiri myndir eru væntanlegar í byrjun næstu viku, bæði hér á heimasíðu og á Facebook síðu skólans. Fylgist með!

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2802,2803,2804,2805,2806,2807,2797,2795,2794,2799″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir af sýningunni“][/vc_column][/vc_row]