Pétur Pan þema á nemendasýningu

Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið.

DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR
Dansskólinn er löngum orðinn þekktur fyrir nemendasýningar sínar en þar er skólinn í sérflokki. Dansstúdíó World Class er eini dansskólinn sem virkilega tvinnar saman leik og dans í árlegum uppfærslum sínum. Gestir á sýningum skólans hafa líkt þeim við leikhúsuppfærslur og verið í hæstánægð í lok hverrar sýningar. Fyrsta nemendasýning skólans í Borgarleikhúsinu var árið 2008 og hafa uppfærslur okkar farið fram þar í húsi alla daga síðan. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

UM PÉTUR PAN
Í ár höfum við ákveðið að setja upp sýningu byggða á ævintýrum Péturs Pan í Hvergilandi. Teiknimyndin um Pétur Pan, úr smiðju Walt Disney, er börnum landsins ekki ókunn enda víðfræg saga með fallegan boðskap. En sagan af töfradrengnum síunga Pétri Pan er löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Saga hans hefur komið út í ótal útgáfum, leikgerðum, söngleikum, teiknimyndum og bíómyndum. Pétur Pan býr í Hvergilandi þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla. Á einu ferðalagi sínu hittir hann fyrir Vöndu og bræður hennar og ævintýrið vindur upp á sig.

Við hlökkum mikið til þessarar uppsetningar og er undirbúningur strax hafinn af krafti. Sýningin mun líkt og fyrri ár gera dansinum hátt undir höfði með glæsilegum atriðum sem nemendur munu æfa upp ásamt kennara sínum á vorönn. Við sameinumst svo öll í Borgarleikhúsinu á gæfuríkum degi og njótum afraksturs vetrarins.

SÝNINGARDAGUR
Um tvær sýningar er að ræða og fara þær báðar fram miðvikudaginn 2. apríl. Tímasetningar auglýstar síðar.

Fjör í danstímum

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1563″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Mikið fjör hefur verið í dansstímum fyrstu vikurnar og ekki leynir gleðin sér á meðal nemenda. Danshópar okkar eru vel sóttir og líkt og áður hefur fram komið hér á síðunni, þá er eftirspurn umfram framboð í nokkra danshópa. Við erum ótrúlega heppin með nemendur sem eru áhugasamir og metnaðarfullir og eru strax farnir að taka framförum. Við hlökkum því til að eyða næstu vikum í skemmtilegum danstímum þar sem há markmið eru sett og þeim náð.

Við höfum birt mikið af skemmtilegum myndum úr danstímum á Instagram og Facebook síðu skólans undanfarið og má sjá nokkrar þeirra, hér að neðan.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1551,1552,1550,1549,1548,1547″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Svipmyndir úr danstímum“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]