Opni tæknitíminn fer fram í Kringlunni

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 

Opni tæknitíminn mun fara fram í Kringlunni en ekki í Laugum eins og auglýst hefur verið. Tímasetningin er sú sama, kl.13.00-14.30. Gengið er inn um aðal innganginn á efri hæðinni. Inngangurinn er á hægri hlið World Class (gamla Morgunblaðshúsið) sem snýr að Sjóvá. Keyra þarf upp brekkuna sem liggur á milli þessara tveggja húsa.

Aldurstakmark í tímann er 12. ára en miðað er við árið, þ.e. þeir sem verða tólf ára á árinu. Frítt er inn í tímann og er hann einungis ætlaður nemendum dansskólans.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir dansþyrsta nemendur skólans sem vilja bæta sig í klassískri tækni. Hlökkum til að sjá sem flesta.