Eftirspurn umfram framboð

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1546″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Mikill uppgangur er í starfsemi skólans og sýndi það sig í síðustu viku eða fyrstu viku vorannar. Skráning í prufutíma hefur aldrei verið meiri og fór eftirspurn eftir dansnámi fram úr framboði í nokkrum hópum skólans. Hópar fylltust strax í fyrsta tíma og náðu því miður ekki allir dansþyrstir dansarar að tryggja sér pláss í tíma. Starfsmenn skólans fundu þó lausn á því og höfum við komið því þannig fyrir að við getum tekið við öllum áhugasömum nýnemum. Verið er að vinna í því í þessari viku.

Mikil gleði ríkti í tímum síðustu viku og var hún í raun svo mikil að enn erum við að fá fyrirspurnir varðandi laus pláss í danshópa okkar. Við hlökkum mikið til að hefja dansviku tvö en fyrstu tímar fara fram í dag kl.15.30.

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr danstímum síðustu viku en þær birtust reglulega á Facebook og Instagram síðum skólans.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1548,1549,1550,1547,1552,1551″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row]

Opinn valtími í dag

Fyrsti valtími annarinnar fer fram í dag, föstudag, kl.17.00-18.00 í World Class í Laugum. Modern og Contemporary heitir tíminn og er ætlaður þeim nemendum sem vilja auka við þekkingu sína á sviði tækniæfinga og samsetningu á dansrútínum (choreography).

Mikill áhugi er fyrir tímanum á meðal nemenda skólans og búumst við við því að sjá marga af nemendum okkar í tímanum í dag. Sérstakt skráningartilboð verður á tímanum yfir helgina en verð fyrir nemendur sem skrá sig fyrir mánudaginn 20. janúar er 5.900 kr. Fullt námskeiðverð er 7.900 kr.

Opinn prufutími verður í dag og hvetjum við alla dansþyrsta dansara til þess að mæta og kynna sér tímann.

Opnir prufutímar

 

Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á vorönn. Vikuna 13. – 18. janúar geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.

Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.

Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.

Sjáumst í dantíma 🙂

 

 

 

NÝTT á vorönn

 

 

 

 

 

 

Við bjóðum í fyrsta skipti upp á valtíma fyrir dansþyrsta nemendur okkar. Nú gefst nemendum dansskólans tækifæri til þess að bæta við sig þriðja tímanum í viku. Valtíminn heitir Modern og Contemporary og er sérstaklega sniðinn að því að hjálpa nemendum að ná betri tökum á tækni í ákveðnum dansæfingum og styrkjast sem dansarar.

Í tímunum er farið í tækniæfingar í modern dansstílnum og aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu.

DANSTÆKNI
Áhersla er lögð á æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsburð, tækni, jafnvægi og öryggi við framkvæmd æfinga. Er þá átt við gólftækni, pirouette, hopp og stökk og jafnvægisæfingar.

Margir dansarar leiðast út í það að fara semja og skapa sínar eigin dansrútínur/kóreógrafíur með tímanum. Það er eðlileg þróun og frábært skref í þroska hvers dansara. Nemendur okkar hafa stigið þetta skref í kringum inannhúss danskeppni skólans, DANCEOFF. Nú bjóðum við loks upp á tíma sem aðstoðar dansarana okkar við fyrstu skrefin.

CHOREOGRAPHY
Farið með nemendum í aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu. Hvernig huga þarf að flæði og samsetningu valinna dansspora. Markmiðið er að veita nemendum aukinn skilning á danssköpun og veita þeim nánari innsýn í heim danshöfundarins. Blandað er saman æfingum í gólfi, stökkum, hringjum, mjúkum og snöggum æfingum og mismunandi hraða / tempó. Mikil áhersla er einnig lögð á framkomu, tjáningu og fjölbreytileika.

Okkur hlakkar mikið til að hefja þessa tíma hjá skólanum en þeir fara fram alla föstudaga kl.17.00.

Vorönn hefst 13. janúar

 

 

Við hefjum nýtt og spennandi dansár 2014!

Skráning er hafin á vorönn en hún hefst þann 13. janúar næst komandi. Það eru stórkostlegir tímar framundan og hlakkar okkur til þess að hefja danstímana á fullum krafti að nýju. Ýmsir viðburðir verða á dagskrá skólans að venju og munum við tilkynna þá þegar nær dregur en þar má nefna glæsilega nemendasýningu sem fer fram í Borgarleikhúsinu í lok vorannar.

Dansnám hjá Dansstúdíó World Class er fyrir alla á aldrinum 4 – 20 ára og eldri og skiptist það í tvær annir, haustönn og vorönn (frá jan-apríl).  Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni.

Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Mikill uppgangur hefur verið á starfsemi skólans undanfarin ár og er ekkert lát á því. Uppfull af hugmyndum og metnaði göngum við inn í skemmtilegt dansár með nemendum okkar. Við tökum vel á móti nýnemum og hlökkum til að skapa frábærar minningar með ykkur á vorönn.

Skráning er nú hafin hér á heimasíðu skólans og í næstu World Class stöð. Einnig er hægt að ganga frá skráningu í s. 553 0000. Öllum frekari fyrirspurnum er svarað á netfangi skólans: dwc@worldclass.is.

NÝ STAÐSETNING Á VORÖNN

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1387″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×315″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

Laugardaginn 4. janúar opnar World Class nýja og glæsilega 2.400m2 heilsuræktarstöð í Egilshöll. World Class í Spöng var formlega lokað fyrir jól og mun dansskólinn því færa starfsemi sína í þetta glæsilega nýja húsnæði. Í Egilshöll eru 3 hóptímasalir og verður dansskólinn starfræktur í einum af þeim. Danstímum í Spöng hefur vegnað vel síðustu ár og hefur verið mikill uppgangur í danstímum skólans þar. Framfarir hafa verið miklar á síðustu tveimur árum og hefur oftar en ekki verið þröngt á þingi í danssalnum. Því fögnum við því að hefja kennslu á nýju ári í stærra og glæsilegra húsnæði. Egilshöll er einungis í 1.2 km fjarlægð frá Spönginni og tekur á bilinu 7-10 mínútur að ganga frá Spöng í Egilshöll. Því er stutt að fara.

Fyrir þá sem vilja kynna sér stöðina, þá verður ókeypis aðgangur í stöðina laugardaginn 4. janúar næst komandi, og allir eru velkomnir. Við vitum að margir foreldrar nemenda okkar stunda heilsurækt í World Class og hvetjum við ykkur, foreldra og þá nemendur sem hafa náð 15. ára aldri að heimsækja stöðina á laugardaginn kemur.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Gleðilegt nýtt ár

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“1369″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_separator][vc_column_text]

Síðasti dagur þessa árs senn að líða og óskum við ykkur, frábærum nemendum okkar og fjölskyldum, farsældar á nýju ári um leið og við þökkum fyrir það gamla. 2014 verður stórkostlegt dansár hjá skólanum með fjölda af glæsilegum viðburðum sem við munum tilkynna á nýju ári. Takk enn og aftur fyrir hið frábæra dansár 2013 og við hlökkum til að skapa nýjar minningar með vaxandi dansfjölskyldu okkar á nýju ári.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Gleðileg jól

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][vc_single_image image=“1358″ img_link_target=“_self“ title=“Jólakort 2013″ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Kæru dansarar og fjölskyldur,

Jólakortin okkar eru komin út og er þau að finna hér að neðan. Einnig höfum við opinberað þau á Facebook síðu skólans.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar um leið og við þökkum ykkur fyrir frábært ár. Dansfjölskyldan okkar stækkar með hverju árinu sem líður og erum við þakklát fyrir þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt saman á árinu sem er að líða. Við hlökkum mikið til að búa til nýjar og skemmtilegar minningar með ykkur í danssalnum á næsta ári.

Árið 2014 verður stórkostlegt! Við erum alltaf að bæta okkur í danssalnum og setjum við markið enn hærra á komandi vorönn. Henni munum við svo ljúka með glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu þann 2.apríl.

Við vonum að þið njótið hátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og vina.

Sjáumst á nýju ári!

[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1357,1356,1355,1354,1352,1350,1349,1348,1347,1346,1345,1344,1343,1364,1365″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2013″][/vc_column][/vc_row]

Jólakveðja 2013 er komin út

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1336″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Árlegt jólamyndband dansskólans er loksins komið út. Myndbandið var opinberað föstudaginn 20. desember og er hægt að sjá hér að neðan.  Er þetta í annað skiptið sem við ráðumst í verkefni sem þetta og er hér með um fastan lið hjá skólanum að ræða. Í ár ákváðum við að notast ekki við hefðbundið jólalag heldur lagið Happy með Pharrell Williams sem hefur verið að gera það gott um heim allan á síðustu vikum. Af hverju… Jú, því það er svo gaman að dansa!

Upptökur fóru fram á meðan á jólasýningu dansskólans stóð þann 30. nóvember síðast liðinn. Að verkefninu komu fagmenn frá fyrirtækinu Tjarnargatan og stóðu tökur yfir í 5 klukkustundir. Við erum himinlifandi með útkomuna en myndbandið er hægt að sjá hér að neðan.

Listrænir stjórnendur eru: Stella Rósenkranz og Nanna Árnadóttir.

Við viljum þakka öllum frábæru dönsurunum okkar sem tóku þátt í verkefninu. Einnig viljum við þakka Tjarnargötunni fyrir frábært samstarf.

Gleðileg jól til ykkar allra frá okkur í Dansstúdíó World Class. Við eigum ekkert nema frábæra, yndislega og frambærilega nemendur sem gera alla daga í danssalnum miklu meira en skemmtilega. Verum góð við hvort annað yfir hátíðarnar og njótum samverustunda. Hlökkum til að sjá ykkur í danssalnum á nýju ári.

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_video title=“Jólakort Dansstúdíó World Class 2013″ link=“http://www.youtube.com/watch?v=3meSjmDfxJ4&feature=c4-overview&list=UURju53W_knoH-Vy9ozZdNRA“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Pétur Pan þema á nemendasýningu

Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið.

DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR
Dansskólinn er löngum orðinn þekktur fyrir nemendasýningar sínar en þar er skólinn í sérflokki. Dansstúdíó World Class er eini dansskólinn sem virkilega tvinnar saman leik og dans í árlegum uppfærslum sínum. Gestir á sýningum skólans hafa líkt þeim við leikhúsuppfærslur og verið í hæstánægð í lok hverrar sýningar. Fyrsta nemendasýning skólans í Borgarleikhúsinu var árið 2008 og hafa uppfærslur okkar farið fram þar í húsi alla daga síðan. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

UM PÉTUR PAN
Í ár höfum við ákveðið að setja upp sýningu byggða á ævintýrum Péturs Pan í Hvergilandi. Teiknimyndin um Pétur Pan, úr smiðju Walt Disney, er börnum landsins ekki ókunn enda víðfræg saga með fallegan boðskap. En sagan af töfradrengnum síunga Pétri Pan er löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Saga hans hefur komið út í ótal útgáfum, leikgerðum, söngleikum, teiknimyndum og bíómyndum. Pétur Pan býr í Hvergilandi þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla. Á einu ferðalagi sínu hittir hann fyrir Vöndu og bræður hennar og ævintýrið vindur upp á sig.

Við hlökkum mikið til þessarar uppsetningar og er undirbúningur strax hafinn af krafti. Sýningin mun líkt og fyrri ár gera dansinum hátt undir höfði með glæsilegum atriðum sem nemendur munu æfa upp ásamt kennara sínum á vorönn. Við sameinumst svo öll í Borgarleikhúsinu á gæfuríkum degi og njótum afraksturs vetrarins.

SÝNINGARDAGUR
Um tvær sýningar er að ræða og fara þær báðar fram miðvikudaginn 2. apríl. Tímasetningar auglýstar síðar.